Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 14
6o LÆKNABLAÐIÐ Sjúklingurinn fer aÖ geispa eftir 2—3 cm3, hann fer að draga ýsur, andardrátturinn verÖur hægur, og á'Öur en inndælingunni er lokið, sefur hann svefni hinna réttlátu, rólega og án þess að hreyfa legg eða lið. Þetta er gert inni í rúmi, stutt með viðeigandi svefnsuggestion, og fyrir bragðið losna sjúklingar við alla þá hugaræsingu, kvíða og sálarkvöl, sem skurðar- borðið, köfnunartilfinning við byrjun svæfingar, fjötrunin og andrúmsloftið á aðgerðarstofunni yfirleitt bakar þeim. Þetta er óútreiknanlegt hnoss fyrir sjúkl., sérstaklega þá kjarklitlu, og líka fyrir lækni og svafni. Allir skurð- læknar kannast vist við, hverja þýðingu sálarlegur undirbúningur sjúkl. undir svæfingu og aðgerð hefir. Einn er óhræddur, tekur rólega móti svæf- ingunni, kastar ekki upp, og kemst af með lítið. Annar er í uppnámi, óró- legur meðan á svæfingunni stendur, síælandi ef nokkuð er slakaS á, en kominn að þrotum (kollaps) áður en varir, þegar hert er á eins og þarf til að halda honum í skefjum. Oft eru líka eftirköstin í samræmi við þetta. Úr þessum óþægindum dregur p. venjulega mikið. Nokkurum mínútum áður en húðskurður er gerður, er byrjuð sú reglu- lega svæfing með æther eða chloroformi eða hvorutveggja. Svæfingarefni sparast mjög, sumir telja að 2/ hlutum, og er því pernoktonið einmitt hent- ugast og happadrýgst við langar svæfingar og dregur m. a. úr lungna- bólguhættu vegna æthersparnaðar. Eg notaði pernokton fyrst 1929 við þessar aðgerðir: 1. Herniotomiu: Kona, 29 ára, 62^2 kg., 5 ccm. pern., 75 gr. æther. 2 Appendectomiu: Karl, 29 ára, 78 kg., 6/2 ccm. pern., 120 gr. æther. 3. Meniscusexstirpatio: Karl, 23 ára. Nr. 1 gekk ágætlega. Nr. 2 var mjög neurastheniskur og labil. Þegar á skurðarborðið kom, fékk hann óreglulegan andardrátt (Cheyne-Stoke), sem lagaðist þó bráðlega. Nr. 3 var sömuleiðis neurastheniskur og fékk svo mikið óróakast, þegar inndælingin var hálfnuð, að ekki var hægt að halda henni áfram. Varð maður að ganga undir mannshönd með að halda hon- um, meðan hann var svæfður. Þetta varð til þess, að eg hætti í bili við að nota p. Eftir á sé eg það, að skamtur nr. 2 var of hár, því að margir telja ekki rétt að fara yfir 6 ccm., þótt líkamsþungi segi til um meira, eftir reglum firmans. Nr. 3 hefir sennilega fengið inndælinguna of ört, en þá er miklu hættara á exaltion. 1930 notaði eg þó p. einu sinni enn: 4. Ablatio mammae, kona 67 ára, ca. 55 kg., 3 ccm. p., 30 gr. æther. I þetta skifti gaf eg nokkuru á undan svæfingunni 1 ctgr. morfín, með æs- ing nr. 3 í huga. Árangurinn ágægtur. Sjúkl. fékk æther, meðan á húð- skurðinum stóð, en ekkert meðan brjóstið og holhandarfyllan var flegin burt. Þrátt fyrir þetta skemtilega tilfelli var eg samt hálfsmeykur við p., hæði vegna andardráttaráhrifanna á nr. 2 og æsingu nr. 3. En síðastliðið sumar sá eg ráðlagða þá breytingu á fyrirsögn firmans, að gefa skyldi 1 ctgr. af morfíni á undan svæfingunni, eins og eg hafði gert við nr. 4, og síðan skyldi ekki gefa nema 4—4,5 ccm. af p., en ekki 1 ccm. á hver 25 pund Með þessari tilhögun á hætta af lyfinu að vera útilokuð og síður að vera hætt við óróa. I vetur hefi eg notað p. 4 sinnum á þenna hátt: 5. Sectio caesarea: Kona, 30 ára, 4 ccm. p., 70 gr. æther. 6. Exstirp. osteom. femoris: Karl, 17 ára, y/2 ccm. p.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.