Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 67 sé virkilega máttur. Þessa nýmóðins kröfu uppfylti Þorgr., löngu áöur en hún varö almennt viöurkend. Hann fekk strax orö á sig sem læknir á Akureyri, en í Skaftafellssýslu gerðist hann héraðshöfðingi, stóiibóndi og umbótamaður, var kosinn í hreppsnefnd, sýslunefnd og amtsráð, og síðan á þing. Hann útvegaði Öræfingum styrk til læknisferða tvisvar á ári, kendi mönnum bólusetningu við bráðafári, ráð við| ormaveiki í lömb- um (að gefa lömbunum ornað hey) o. fl. Var það í raun og veru hin mesta furða, hversu sjómannssonur, uppalinn i Rvík, gat breytt sér alt i einu í stórbónda í hjáverkum, og farið alt vel úr hendi. í Keflavík var helsta hjáverkastarfið, að vinna að stofnun sparisjóðsins, og síðan að vexti hans og viðgangi. Þetta gaf fólkinu kraft í kögla, og lagði grundvöllinn að vélabátaútgerð, íshúsbyggingu o. fl. Innlög i spari- sjóðinn eru nú um 800,000 kr. á ári og útborganir svipaðar, en varasjóður um 90,000. Það munar um minna. í sveitinni varð Þorgrímur hagsýnn bóndi, við sjóinn sjómaður eða útgerðarmaður, — auk læknisstarfsins. Þorgr. læknir var myndarmaður i sjón, kátur og gunnreifur, skemti- legur í samsætum og smakkaði þó aklrei vín. Framan af æfinni þótti hann ágætur læknir, en síðustu starfsárin treystist hann ekki til þess að sinna embættisstörfum sem skyldi, og hélt því aðstoðarlækni. Þó mun hann hafa tekið á móti sjúklingum til þess er hann féll í valinn. Viljinn dregur hálft hlass. Það hafa fleiri en Þorgr. frístundir, sem nota mætti til þess að rétta fólki hjálparhönd í lífsbaráttunni, til ]æss að láta sitt Ijós skína. G. H. Aðalfundur Læknafélag's íslands. 3. og 4. júlí 1933. Fundurinn var settur kl. 4 e. h. i lestrarsal Mentaskólans samkæmt fundarboði i jan.—febr. blaði Læknablaðsins. Þessir læknar sóttu fundinn: 1. Guðm. Hannesson. 2. Magnús Pétursson. 3. Maggi Magnús. 4. Guðm. Thoroddsen. 5. Helgi Tómasson. 6. Ólafur Helgason. 7. Sigurður Magnússon. 8. Ingólfur Gislason. 9. Árni Helgason. 10. Jón Hj. Sigurðsson. 11. Sæm. Bjarnhéðinsson. 12. Ólafur Finsen. 13. Richard Kristmundsson. 14. Halldór Stefánsson. 15. Hannes Guðmundsson. 16. Kjartan Ólafsson. 17. Gunnl. Einarsson. 18. Gunnl. Claessen. 19. Jónas Sveinsson. 20. Jens Jóhannesson. 21. Halldór Hansen. 22. Þórður Edilonsson. 23. Niels Dungal. 24. Snorri Halldórsson. 25. Jón Kristjánsson. 26. Gísli Pálsson. 27. Páll Sigurðsson. 28. Óskar Þórðarson. 29. Eirikur Bjömsson. 30. Hallgr. Björnsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.