Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 77 Hélt hann þá til Boston. Vann hann þar eitt ár í Department of Physiology sem heyrir til Harvard háskólanum. í Boston lagfði hann einkum stund á nevrophysiologi. HaustiS 1931 fór hann til Baltimore. Fékst hann þar sér í lagi viö experimental nevrologi. HaustiS 1932 kom hann til Hafnar og starfaSi siSastliSinn vetur á Bispebjerg Pathologiske Institut, en kynti sér auk þess ræktun vefja hjá dr. Albert Fischer. Öll þessi ár hefir Lárus Einarsson unniS kappsamlega. Hafa þegar birtst nokkrar ritgerSir eftir hann aSallega um histologisk efni og nú mun hann hafa margt á prjónunum. Er þaö til marks um álit þaö, er hann naut, aö Rockefeller Foundation hefir gefiö fullkomin histologisk rannsóknar- tæki til þess aS gera honum fært aS halda áfram rannsóknum sinum hér heima. Á hausti komandi mun Lárus taka viö kenslu í lífeölisfræöi og vefja- fræSi viS háskólann og má öllum vera þaS mikiS ánægjuefni aS lækna- deildinni skuli bætast svo góSur kraftur. En nú er vonandi aS alþingi sjái sóma sinn í því aö gera honum líf- vænlegt hér heima. Þarf hann þá fyrst og fremst þaö húsnæSi aS hann geti haldiS áfram rannsóknum sínum og um leiS viSunandi vinnuskilyrSi viS kensluna. Væri þaö hörmulegt til afspurnar ef hann fengi ekki húsa- skjól fyrir rannsóknartækin, sem Rockefeller Foundation gaf. í öSru lagi þarf alþingi aö hækka viS hann þau sultarlaun, sem þaö af sinni alþektu rausn — þegar háskólinn á í hlut — úthlutaöi síSastliSinn vetur. V. A. Úr erlendum læknaritum. Læknafjöldinn í Þýskalandi. I Þýskalandi nema nú 25000 stúdentar læknisfræöi og svarar þaS til 50 hjá oss, en um 70 eru niú í læknadeild. — Þjóöverjar segja aS þessi fjöldi sé margfaldur viS þaS sem nokkur þörf sé fyrir og kjör þýskra lækna fara hríöversnandi. Hvaö taka svo þessir ungu læknar fyrir, þegar þeir reka sig á aö þeir fá ekkert aö gera sem læknar? Vonandi aS þeir hafi þá kjark og dugnaS til þess aS taka annaS fyrir, þó seint sé. — (J. Am. Ass. 12. nóv. 32). — Sama blaS getur þess. (12. febr.), aS prússneska stjórnin hafi leyft háskólunum fyrst um sinn aS takmarka aögang stúdenta aS skólunum. — Eru nú svo marg- ir kandidatar aö nægja myndi til 9 ára. Þessu er þannig hagaö, aö hver háskóli má aöeins taka ákveöna tölu stúdenta inn í læknadeild- ina á hverju ári, en deildin mun ráSa hverjir teknir eru. — (Lancet 13. maí ’33). Lífsferill berklasýkla. Mellon, Richardson og Fisher (U. S) hafa nýlega fylgt lifi og þroskun berklasýkla meS því aö rækta einn sýkil út af fyrir sig. Fyrir löngu hafa menn fundiö, aS sýklar þessir taka á sig ýms gerfi, geta mynd- aS langa greinótta þræöi líkt og sveppar, geta veriS stuttir eöa all-langir stafir, stundum sýrufastir, stundum ekki. Þeir geta aftur breytst í Iítii

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.