Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 59 Pernokton. Eftir P. V. G. Kolka, sjúkrahússlækni. Einstöku sinnum rekur einhvern góÖan og gagnlegan hlut á fjörurnar í því syndaflóÖi patentlyfja, sem árlega er veitt inn yfir marka'Öinn. Svo íór 1927. Þá kom Riedel & Co., í Berlín, með nýtt svefnlyf af barbitur- ílokknum, undir nafninu Pernokton. Það er 10% upplausn af butyl-beta- bromprophenylbaritursúru natrium, flyst í hylkjum, sem taka 2,2 cm3, og er ætlað aðallega til inndælingar i æðar. Þegar það er gefið þannig, koma áhrifin mjög fljótt í ljós, sjúklingurinn sofnar á meðan á inndælingunni stendur. Pernoktonið er notað í þrennskonar tilgangi: 1. Til að innleiða svæfingu við skurðaðgerðir. 2. Til að koma á svefnleiðslu (Dámmerschlaf) við fæðingar. 3 Við geðsjúkdóma og til að venja menn af morfinnautn. Sá. sem fyrstur gaf skýrslu um kliniska reynslu sína af pernoktoni, var R. Bumm, sem notaði það við fæðingar og gafst vel. Ber flestum sam- an um, að það dragi lítið eða ekki úr hríðum, og hafi ekki skaðleg áhrif á börnin, en þó telja aðrir, að í 50°/c tilfellum dragi það nokkuð úr sam- dráttum og geti verið varasamt fyrir börnin, ef það er gefið rétt áður en þau fæðast, — áður en móðirin hefir haft tíma til að losna við það aftur. Sumir gefa jafnhliða því 5 cm3 af 10% chinin-urethan eða snfáa skamta af hypophysis-extrakti. Það er gefið frumbyrjum, þegar útvíkkun er langt komin eða um garð gengin, fjölbyrjum við 2—3 fingra opnun. Varasamt er talið, að gefa það við blæðingar, þrengsli, háan hita eða veiklun á háu stigi Við eklampsíu og eklampsihættu er það aftur á móti ágætt, af skilj- anlegum ástæðum. Þess má einnig geta hér, að það hefir verið notað við tetanus með góðum árangri. Konan hefir enga hugmynd um hvað gerist, meðan áhrifin standa, en þeim má reikna með í 2—4 klst. Hún rembist sjálfkrafa, þegar útfærsla er byrjuö, og hlífir sér vitanlega ekki. Aðalgallinn á notkun p. við fæðingar er það, að stundum verða kon- urnar mjög æstar og óróasamar, og dregur það því úr notkun þess á heim- ilum enda vilja flestir nota það að eins í spítalapraxis. Sjálfur hefi eg ekki notað það í almennri fæðingarpraxis, og get því ekki dæmt um það af eigin reynd. Aðallega er það notað sem basis-narcoticum við skurðlækningar, en ann- ars er það í raun og veru svefnlyf (hypnoticum), en ekki svæfingarlyf (narcoticum). Samkv. fyrirsögn firmans á ekki að gefa morfín áður, en skamturinn er x cm3 á hvert 12)4 kg. af líkamsþunga sjúklingsins. Ein- staka rnaður hefir gefið meira, sem sé 1 cm.3 á 10 kg., en aðrir gefa aldrei meira en 2 anxpullur eða 4,4 cm.3, án tillits til likamsþunga. Mikið er undir því komið, að dæla því hægt inn í æðina, 1 cm.3 á minútu. Aðrir dæla því hægar, telja mátulegt, 1 cm3 á 2 eða jafnvel 3 mínútum, en það verð- ur heldur tafsamt verk og leiðinlegt. Eg hefi fylgt fyrirsögn firmans: 1 cm3 á mínútu, eftir sekúnduvísirnum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.