Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1941, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.05.1941, Blaðsíða 21
LÆKN ABLAÐIÐ 47 eyraö og út um hitt. Ritgerðir eru dreifðar um fjölmörg timarit og blöð, sem ekki er alltaf haldið sam- au, og gleymast því einatt eða týn- ast að loknum lestri. Auk þess hættir mörgum til að tortryggja allt það, sem birtist i pólitískum dagblöðum — og ekki alltaf að á- stæðulausu. Sérstök tímarit um heill)rigðisip<ál hafa að vísu ver- ið gefin út hér á landi (Heilbrigð- istíðindi, a. n. 1. Sæmundur fróði og Eir), en þau liafa orðið mjög skammlíf. Rauði Kross íslands hyggst nú að bæta úr þessari vöntun með út • gáfu tímaritsins „Heilbrigt líf", er eingöngú sé helgað alþýðu- fræðslu um heilbrigðismál. Fer vel á því, að Rauði Krossinu hafi hér forgöngu, og mun almenn- ingur fagna þvi, að geta nú fram- vegis fengið safnað á einn sta.S margháttuöum fróðleik um heilsu- vernd og önnur heilbrigðismál. — Timaritiö hóf göngu sína s.l. ösku- dag; kom þá út i.—2. hefti. Nú- verandi formaður R. Kr., Gunn- laugur Einarsson, fylgir því úr hlaði með stuttum formála, þar sem tilgangi ritsins er lýst. Segir þar m. a. réttilega. að ekki ntegi dæma ritið ejtir einu hefti, eða jafnvel tveimur, enda skal það ekki gert hér, en annars virðist allvel- af stað farið. Það er mikilsvert. og lofar góðu unt framtíð ritsins, hversu vel hefir tekizt með rit- stjóravalið. Mun engum betur treystandi en dr. Gunnl. Claessen til þess að gera ritið svo úr garöi, að það hljóti almennar vinsældir og nái tilgangi sínum að öðru leyti. Þess er að vænta, að læknar — ekki sizt héraðslæknar — styrki ..Heilbrigt lif" með því að stuðla að útbreiðslu þess og leggja því til efni í samráði við ritstjórann. „Heilbrigt lif“ á að konia út i 4 heftum á ári, alls 12—14 arkir. og kostar 7 krónur árgangurinn. Júl. Sigurjónsson. The quarterly cumulative index heitir merkileg bók, sem Ame- rican Medical Association gefur út. 1 henni eru fyrirsagnir allra ritgerða, sem koma út i eitthvað 4000 læknatímaritum víðsvegar um heim. Vilji t. d. einhver sjá hvað skriíað hefir verið um sulla- veiki á árinu, þá stendur það skýrt og skilmerkdega í Index, en því miður er þar ekkert ágrip af rit- gerðunum. Eigi að síöur er bókin ómetanleg hjálp fyrir þá, sem vilja kynna sér einhver sérstök atriði. — Háskólinn hefir keypt bók þessa í nokkuð mörg ár, og oftast má fá nokkrar af helztu ritgerö- unum i læknaritum þeim, sem Há- skólinn og Landsbókasafniö kaupa. Svo dýr er útgáfan af bók þcss- ari. að ríku vísindastofnanirnar i U. S. treystust ekki til þess aö gefa hana út. Ameriska Læknafélagið hljóp þá undir baggann. En þaö hefir kostað félagið $ 40000 á ári hverju og kostar þó bókin um 60 kr. að mig minnir. G. H. Læknafjölgun í Danmörku hefir verið þessi: Árið 1920 1938 1945 Læknar 1930 3030 4050 Síðasta talan er áætluð (1945). Enn hafa læknar nóg að starfa í Danmörku, en l>ersýnilega getur þessi fjölgun ekki gengið til leng l- ar. Öllum stafar hætta af henni, þegar fram í sækir. (Mánedsskr. for ]>rakt, Lægegærn. No. 8 '38. g. h:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.