Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1941, Page 8

Læknablaðið - 01.07.1941, Page 8
66 LÆKNABLAÐIÐ fagna hjá almenningi, sbr. sjöfaldi gigtaráburöurinn þjóðfrægi og margar aðrar álika margþættar mixturur. Um nokkrar þessar lyfjablöndur er það að segja, að óvíst er hvort sum efnin koma að nokkru haldi. Af einstökum efn- um er oft svo lítið, að það nálgast homopataskammt, eins og þegar látin eru 20 gr. af kresival í 300 gr. blöndu. Það þarf líka meiri þekkingu i efnafræði en læknar al- rnennt hafa, til þess að blanda saman mörgum efnuni, án þess að óhöpp geti hlotist af. Það má að vísu kalla meinlitil rnistök, þegar læknir fyrirskipar að setja súra saft i lyfjablöndu, sem í er meðal annars natr. bicarb. En þá verður kolsýrumyndun, sem getur sprengt glasið, ef tappinn þá ekki rýkur úr því. Þegar svona kemur fyrir, fer naumast hjá því, að sjúkling- urinn fái ótrú annaðhvort á lækn- inum eða lyfjafræðingnum. Al- gengari óhöpp eru þó, að óupp- leysanleg efni myndast og botn- fallast, og getur þá svo farið, ef sjúklingurinn gleymir að hrista glasið nógu rækilega, að hann fái allan kjarnann í siðustu inntök- unni og ef til vill eiturverkun í ofan á lag. Til þess meðal annars að forð- ast slík mistök og gera læknum hægara um vik, hafa í öllum menningarlöndum verið geíin út handlhæg lyfseðlasöfn. Eru í söfn þessi að jafnaði aðeins tekin lyí og lyfjablöndur, sem verið hafa þrautreyndar. Læknar rneta þetta líka viðast hvar og nota þessa leið- arvísa kostgæfilega — nema hér. Danskir lyfjafræðingar hafa sagt mér, að þeim bregði rnjög við, er þeir koma hingað frá Dan- mörku. Þar voru þeir vanir að búa til og afgreiða lyf samkvæmt Disp. Dan. eða Ph. Dan.; hér séu þessháttar lyfseðlar furðu sjald- séðir og þegar þeir komi, hafi oft verið bætt við einu eða fleirunt efnum, og geta þær endurbætur stundum v.erið vafasamar. Mun ég nú nefna nokkur dæmi um óheppilegar eða jafnvel háska- legar lyfjablöndur. Eru þar á með- al lyfseðlar, sem komið hafa i lyfjabúðir hér á landi, en aðrir eru teknir úr erlendum tímaritum eða bókum. Morphin. HCl. og acid. acetylo- salisylic. er stundum ávisað saman í skömmtum og veit eg ekki til þess, að illt hafi af því hlotizt hér á landi. í erlendum fagtímaritum hefir þó verið skýrt frá eitrunum eftir notkun slíkra skammta og er því full ástæða til þess að blanda ekki þessum lyfjum saman. Ástæð- an til eitrunar mun vera talin sú, að acid. acetylosalicylic. klofnar að nokkru leyti og myndast því i skömmtunum diacetyl-morphin, sem er mun eitraðra en morphin HCl. Að sjálfsögðu er mest hætta af gömlum skömmtum. Næstu dæmi eru líka óheppileg, þó að þau, fljótt á litið, séu fremur sakleysisleg: Rp. Euphyllin 3 Apomorphin HCl 0,10 Calc. lact. 4 Syrup. altheae 40 Aqua dest. ad. 200 Rp. Sol. Apomorphin HCI 0.10-50 Syrup. senegae 100 Æther spir. cantph. 10 Spir. amm. anis. 20 Kresivali ad. 300 í fyrra tilfellinu oxyderast apo- morphin strax. Euphyllinupp- lausnin er mjög alkalisk og apo- morphin þolir ekki alkalia. Væri reynt að gera upplausnina nógu súra fyrir apomorphin, hlyti eup-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.