Læknablaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 12
70
LÆKNABLAÐIÐ
sjúklingsins komiö, hvort hann
hristir glasiö svo vel og lengi, að
hann fái sinn rétta skerf í hverri
inntöku. Svo mikitS traust til sjúk-
linga upp og ofan er óleyfilegt.
Öllu verra er þó, ef að eitruö efni
myndast við blöndunina, eöa ef
góð og gagnleg lyf •ónýtast. Er
það einkum sorglegt, ef sjúkling-
ar, sem þarfnast digitalis-lyfja, fá
steina fyrir brauö í óviturlegri
lyfjablöndu.
Þaö er of seint að kenna göml-
um hundi að sitja, og þaö er of
seint fyrir flesta collega, aö setj-
ast við að læra efnafræði að nýju.
Hitt er augljóst mál, að hér eftir
á aö fræöa læknaefnin betur í
þessum efnum, en gert hefir verið.
Auöveldasta ráðiö fyrir okkur
lækna, til þess aö forðast mistök,
er að nota meira Disp. Dan. eða
önnur viðurkennd lyfseðlasöfn,
sem fróðir menn hafa fjallað um.
Þá er og mun betra að ávísa sjúk-
lingi lyfin í tvennu lagi, heldur en
að blanda þeim sanran í tvísýnu.
Auk þess er oft fyrirhafnarlítið
fyrir lækni aö ráðfæra sig við
lyfjafræðing.
Ávísanir á lyf er svo rnikill
þáttur i starfi flestra lækna, að
nauðsyn ber til að vanda til lyf-
seðlanna, eftir því sem kostur er á.
Heimildir:
Odd Stensvold: Om uforlikelige
blandinger av lægemidler, Oslo
1938.
A. Goris et A. Liot: Incompati-
bilités pharmaceutiques, París
Í93S-
Th. Stephenson : Incompatibility in
prescriptions, Edinburgh 1929.
Um Discus Prolaps sem orsök
Ischias.
Discus intervertebralis er, eins
og kunnugt er, samansettur úr
nucleus pulposus, sem er úr mjúk-
um elastiskum bandvef, og er
hann leifarnar af chorda dorsalis.
Utan um nucleusi pulposus er ann-
ulus fibrosus gerður úr hringlæg-
um bandvefsþráðum, ýmislega
samanfléttuðum. Á endum hryggj-
arliðanna er þunn hyalin brjósk-
flaga milli discus og beins.
Á hinum „fríu“ röndum discus
eru sterk bönd, og inni i mænu-
göngunum þekur lig. longitud.
post. aftari hluta hans.
Nucleus pulpósus er fjaður-
magnaður og undir háum þrýst-
ingi, sem sjá má af þvi, að hann
bungar út, ef skorið er á discus.
Ef annulus fibrosus eða brjóskið
brestur, fellur hluti af discus og
þá sérstaklega nucleus pulposus, út
í þennan locus minoris resistent-
siae. Nú getur discus fallið út i
allar áttir og jafnvel inn i cor-
pora (Schmorls eyjar). En nokk-
ur veruleg sjúkdómseinkenni
koma aðeins, þegar discus fellur
inn í mænugöngin.
Það er langt siðan vitað var,
að þetta getur átt sér stað. Vir-
chov ritaði þegar um þetta 1860.
Síðan hefir lítið verið birt um
discus prolaps og með löngu milli-
bili (Kocher 1899, Middelton &
Teacher 19111). En nokkra veru-
lega athygli hefir hin kliniska
mynd discus prolaps ekki vakið
fyr en síðasta áratug og þá sér-
staklega síðustu 4—5 árin. Það er