Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.1941, Side 19

Læknablaðið - 01.07.1941, Side 19
LÆKNAB LAÐ It) k/ verra, fúllyndi og volur, minnku'ð matarlyst og höfuðverkur. Lík- amshiti er ýmist eðlilegur, sulr- normal eða subfebril. Svefntrufl- anir eru algengar. Ljósfælni kem- ur fyrir, ineð og án hvarmabólgu. Einkenni frá búð eru acrocyano- sis, blár eða bleikur litur á hönd- um og fótum, sviti um allan lík- amann, en þó sérstakl. á útlimum. sem eru kaldir og þvalir viðkomu, húðmilaria og hreistrun á húð, ennfr. útbrot, sem geta líkst skar- latssóttar- eða mislingaútbrotum. Trofiskar truflanir, jafnvel nek- rosur á húð og slímh. koma fyrir. Urticaria hefir verið lýst, sömul. liyodermia og paronychia. Sviði og kláði í fingrum og tám virðist koma fyrir, börnin naga oft negl- ur. Hárroti hafa einst. höfundar lýst. Eitlaþrotar finnast ekki, nema þá út frá ígerðum og bólgum. Truflanir á gangi og hreyfing- um eru mjög algengar og oft sam- fara minnkuðum vöðvatonus, þó kemur mönnum saman um, að þessar motilitets-truflanir orsakist að allverulegu leyti af þreytu og slappleika, en ekki af stórfelklum sjúkdómsskemmdum á vöðvum eöa taugakerfi. Einkenni frá taugakerfi, ef frá eru taldar breytingar á vöðvaton- us og truflun á svitasekretion og vasamotorum, eru ekki greinileg eða sérkennileg. Húðskyn er alveg ótruflað, að öðru leyti en því, að hyperaesthesíur koma fyrir. Hné- viðbrögð vanta stundum, en eru stundum sterkari en eðlilegt er. Einkenni, sem benda á ertingu á heilahimnum hafa ekki fundizt. Þrýstingur á mænuvökva er eðli- legur og ekkert sjúklegt að finna í vökvanum, þó hefir sykurntagn vökvans hjá sumum fundizt minnkað (gagnstætt því, sem er hjá heilabólgu-sjúkl.). Titringi, aðall. i útlimum og epileptiform krömpum hefir verið lýst hjá sum- um sjúkl. Enkenni frá hjarta og æðakerfi eru greinileg aukning á púlshraða og blóðþrýstings-hækkun; þessi einkenni tvö eru af öllum talin til höfuðeinkenna veikinnar og vantar aldrei; svipað má segja um stase- fyrirbrigöin á útlimum líkamans. Breytingar á hjartalokum eða hjartastærð hafa ekki fundizt. Einstaka höf. minnist á elektro- cardiograf. breytingar, sem þó virðast ekki sérkennilegar. Rannsóknir á blóðlitarefni og blóðkornum sýna venjulegast eðlileg hutföll og samsetningu, þó minnast surnir höf. á polyglobulia og hyperleukocytosis. Að öndunarfærum er venjulega ekkert að finna, nema nefrennsli, sem í sutnum tilfellum er mjög þrálátt og þá talið orsakast af sekretionstruflun. — Fylgikvillar koma þó oft frá andfærum, bronchitis og htngnabólga. Einkenni frá meltingarfærum eru engin talin sérkennileg fyrir veikina, nema munnvatnsrennsli, sent er algengt og stöðugt eink. Frá þvagfærum eru heldur ekki greind sjúkdómseinkenni. Sumir höf. minnast á glycosuria og minnkað sykurþol, aðrir á hækkun á blóð-þvagefni og aukn. aukn. á metabolsmus basalis. Um greiningu sjúkdómsins er það að segja, að hún er ekki erfið, ef menn hafa þennan sjúkd. í huga. Hún byggist á þeim höfuð- einkennum, sem getið var, útliti sjúkl., geðbreyt., einkennum frá húð, auknum púlshraða og hækk- un á blóðþrýstingi án sjúklegra breytinga á hjarta og nýrum, e. t. v. samfara óljósum einkennum frá taugakerfi án breytinga á mænu-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.