Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 12
LÆKNABLAÐIÐ rýma þéim, myndu menn þó út frá hreint fræöilegum sjónarmiöum sakna þeirra, ef þeir hyrfu alveg. Áfellist heilbrigöisstjórnina fyr- ir tómlæti um alla profylaxis í suílamálinu. Væri ólikt tekið á þeim málum á Nýja-Sjálandi, sem heföi líka aöstöðu og við, hvað þetta snertir, mikla sauðfjárrækt, þar væri reki-n mikil og margvís- leg „propaganda" gegn þessum sjúkleika. Mætti gera mikiö hér lika, ef heilbrigðisstjórnin sýndi meiri áhuga. Gat þess, að dr. med. Gísli Fr. Petersen hefði fundið á Röntgenmyndum af ca. 300 manns eldri en 40 ára, sem. teknar voru til þess að leita aö kölkun á aort.i abdominalis, sulli hjá 5,5%. Minnt- ist á möguleika fyrir serologiskum rannsóknum hjá landsfólkinu í þvi skyni, að finna sulli. Dr. med. Jóhannes Björnsson spurði hvort búið heíöi verið að taka sulli úr nokkrum af þeim sjúkl., sem próf. Dungal lieföi krufið, og ef svo væri, hvort þeir væru laldir með sullaveikum. Jón Jónsson gat þess, að í sinni héraðslæknistið á Vopnafirði hefði öll slátrun í héraðinu farið fram i þorpinu. Hefði hann komið því'til leiðar, að b}rggt var hús fyrir hundana, sem fylgdu rekstrunum, með klefa fyrir hvern hund. Hefði svo verið athugað hvaö kom af bandormum frá hverjum hundi. En ekki væri það ætlandi hundahreins- unarmönnum, að finna Taenia echinococcus. svo smávaxin sem hún væri. Próf. N. Dungal: Nær allt fólk. sem sullir fundust i, var eldra en fimmtíu ára, aðeins 5 yngri. Fyrir aldamót er Reykjavík svo litil, að hennar gæ’tir ekki sem factors i þessum efnum. Þetta gainla fólk er langflest fætt og uppalið í sveit. þó að það hafi verið búsett hér upp á síðkastið. Taldi því óþarfa eftirrannsókn þá, er Jóh. Sæ- mundsson minntist á. Hinsvegar gæti þaö haft þýöingu hjá fólki yngra en tvítugu, að það hefði alið aldur sinn fjarri sauðfé og hund- um. Saurrannsóknir hjá hundum táldi hann mjög þýöingarlitlar. Taenia echinococcus gengi oft ekki niður og að þekkja egg hennar frá öðrum Taeniueggjum væri ógern- ingur, en margar fleiri Taeniur væru í hundum. Um serologisku húðreaktionina væri það aö segja, að hún væri já- kvæð aðeins meöan sullurinn væri lifandi, en þó ekki fyrr en hann væri orðinn það gamall. að cap- sulan væri farin að leka. Kæmi þvi að litlu gagni við athugun út- breiðslu sulla almennt. Þar sem vitað hefði verið um, að sullir hefðu verið teknir úr sjúkl., væru þeir taldir með sulla- veikum. 11. mál. Síðustu breytiugar á Alþýðutryggingarlögunum. Páll Sigurðsson rakti í stórum dráttum helztu breytingar, sem gerðar hafa verið á Alþýðutrygg- ingarlöggjöfinni frá 1936 og sér- staklega á þeim köflum, sem snerta lækna. Taldi hann sumar þeirra sizt til bóta. T. d. afnám fjórðungs- gjaldsins og breytingarnar. sem gerðar voru 1940, og alveg sér- staklega þau ákvæöi, að Slysa- trygging ríkisins greiddi ekki læknishjálp slasaðra manna, ef þeir væru tryggingarskyldir i sjúkrasamlagi. Ennfremur ákvæð- ið um bráðabirgðaflutnjng milli sjúkrasamlaga. í sambandi við þetta drap hann á það, aö Slysatryggingin hefði ekki ennþá fengizt til þess að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.