Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1942, Page 21

Læknablaðið - 01.10.1942, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 79 að eitthvaö fáist inn af þeim, ef ekki er hækkaö ársgjaldið, þó aö raunverulega væri ástæöa til þess. Leg-gur til aö greitt veröi: A. I félagssjóö ...... kr. 25.00 'B. t ekknasjóö .... — 25.00 Samtals kr. 50.00 Samþ. samhljóða. 18. mál. ÁkveÖinn fundarstaður næsta aðalfundar. Fundarstjóri leggur til að fela stjóminni aö ákveöa fundarstað. Samþ. samhljóöa. Magnús Pétursson gat þess, aö stjórnin teldi sig engan veginu hundna viö Reykjavík sem fund- arstað næsta aðalfundar. 19. mál. Önnur mál: Engin. Fundi slitiö. G. Claessen. (sign.) Bjarni Jónsson. (sign.) Úr erlendum Iseknaritum. Þó aö ófriðurinn geysi og allt gangi af göflunum halda vísindin látlaust áfrant sinni friðsamlegu sigurför, en um þessar mundir eru þó fréttirnar fáar og erfitt aö vita hvað gerist. Þaö má minna á þaö, að siðustu árin hafa Bandaríkjamenn veriö aö smiða risavaxinn stjörnu„kíki“, sem stækkar hálfu meira en hezta stjörnusjáin sem til var. Þetta mikla áhald mun nú vera fullgert og má ganga aö því vísu, aö þaö auki stórum þekkingu manna á himingeimnum og öllu því, sem i honum er. en slíkt væru stórtíö- indi. Þegar smásjáin fannst, opnaöist nýr heimur fyrir læknum og nátt- úrufræðingum, og allir vita hve fjölbreyttur og þýöingarmikill hann var. Smám saman varð smá- sjáin svo fullkomin, sem eðli ljós- bylgjanna leyföi og varö ekki ann- að sýnna en að aldrei kæmist sjón manna lengra. Þaö leiö þó ekki á löngu tíl þess að gerö var örsjá (ultra mik'ro- skop) og mátti þá sjá hluti, sem voru ekki sýnilegir i beztu smá- sjám, þótt myndin væri ekki alls- kostar glögg. Eftir örsjána kom sú aðferð, aö gera ljósbrjóta sntásjáa úr kvartz- krystöllum, nota ofbláa geisla og lósmynda myndina. Þeta var erfitt, en myndin skýr. Þó þetta væri „íneira en guö gaf", nægöi það ekki til að sjá all an þorrann af huldusýsklúm og þaðan af siöur til þess að sjá frunt- eindir eða frumeindahópa. Þaö leit út fyrir að þetta yröi aö eilífu ó- sýnilegt. Þá vildi það til fyrir nokkrum árum, • aö algerlega ný smásjá fannst: elektronasmásjáin. Viö hana er ekki notað ljós og ljós- brjótar, heldur elektronastraumar cöa geislar, sem beygja má á líkan hátt og ljósgeisla, þótt engir ljós- brjótar séu notaðir. Sést þá mynd- in á „fluorescerandi" fleti. 'l'aliö er aö ekki sé örvænt um, aö slíkai* huliössjár geti stækkaö 200000 sinnum. Þetta er mikiö strik í reikning- inn. Nú veröa allir huldusýklar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.