Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 8
i8 LÆKNABLAÐIÐ mæta bátnum, en liöir eru lika þar _sem fleygbeinin liggja sam- an og þar sem þriöjl fleyg- urinn mætir teningnum svo og milli ristareggsgrunnanna og þar sem annar ristarleggurinn liggur að fyrsta fleygnum. Allir hafa liðir þessir hreyfingu og þó hún sé ekki mikil, hreyfast þeir samt, enda hafa þeir öll einkenni starfandi liða, þ. e. eru klæddir hálu brjóski og röku, luktir inni í liðpoka og yfir þá ganga bönd til styrktar. En sanra má segja um þessa liði og urn völuliðina tvo, að frekar ber að lita á þá sem einn lið samsettan, en marga sjálf- stæða smáliði. Þess verður þó að geta um Choparts lið, að hann hreyfist að nokkru leyti eins og háristarlið'irnir þveru, en að nokkru eins og neðri völuliður- inn, enda er miðlægi hluti €ho- parts liös þriðji völuliðurinn. Loks eru táliðir ótaldir. Eru þeir byggðir likt og fingraliðir að öllu leyti og hreyfast likt, en minna. FótU"inn er sem sé settur saman úr mörgum smáum beinum, sem hreyfast meira eða minna hvort gagnvart öðru. Þau mynda hvelí- ingu tvíkúpta, liggur önnur hvylft- in eftir fætinum endilöngum, en hin þvert. Beinum þessum er hald- ið saman og hvelfingunum í réttu lagi af liðböndum að nokkru leyti eins og fyrr er getið. En hér er, eins og annars staðar, þar sem liðir eru, að böndin eru aðeins til öryggis og styrktar, hiti og þungi dagsins mæðir á vöðvum. Og hér eru að verki margir vöðvar, ann- ars vegar ilvöðvarnir, sem gera sitt litið hver og hins vegar löngu leggvöðvarnir og þá aðallega sköflungsvöðvarnir fremri og aft- ari. Ilvöðvarnir liggja allir yfir eitthvað af ristarliðunum, nema millileggjavöðvarnir og þverhaus- inn á aðfæranda stórutáar, en sá síðasttaldi á drjúgan þátt í að halda saman þverhvelfingu fótar- ins. Hlutverk ilvöðvanna er að halda hvelfingum fótarins í réttum skorðum, engu síður en að hreyfa tærnar, þó nöfn þeirra séu mið- uð við síðara starfið eingöngu. Sést þetta hvað gleggst á því, að þessir vöðvar eru engan veginn vanþroska á fólki, sem hefir geng- ið langa æfi með fótabúnað, sem fyrirmunar flestar táhreyfingar að mestu og sumar algerlega. Ilsigi eða flötum fæti má skipta í tvo aðalflokka: 1) Insufficientia pedis, þegar fótur, sem hefir verið eðlileg- ur eða því sem næst um form og getu, lætur undan, án þess að um sjúkdóm eða slys sé að ræða, og 2) þá, sem orsakast af slysum, sjúkdómum eða vanskapnaði. Langsamlega flestir þeirra, sem af ilsigi þjázt, heyra fyrri flokkn- um til og raunar má segja, að við iþá tegund sé næstum alltaf átt, þegar talað er um ilsig. Verður hann tekinn til íhugunar fyrst. Það fer töluvert eftir aldri, að menn verða þessara óþæginda var- ir og má telja fjögur timabil á æfinni, sem langoftast ber á þeim, þó hins vegar sé enginn aldur undanskilinn. Fyrsta aldursskeiðið er þegar börnin byrja að ganga. Þá verð- ur stórfelld lireyting á notkun fót- anna, því þá fyrst byrjar að reyna á þá. Þangað til hafa þau spark- að með fótunum og staðið í þá öðru hvoru, síðan staulast dálitið með stuðningi, en nú fara þeir að bera allan líkamsþungann. Séu nú fæturnir veikir fyrir, þreytist barn- ið fljótt og hlífir þeim. Verður ,það þá ófúst til gangs og byrj-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.