Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 12
22 LÆKNABLAÐIÐ 3) á taugum, sem liggja í vööva þá, sem stjórna still- ingu 'Og lagi beina. 4) á böndum í fætinum viö liðhlaup í fótarliöum (Lis- franc’ Chopart’s eða talo- calc, eru öll þessi liðhlaup til þótt sjaldgæf séu. III. Infectionir í beinum og liöum : 1) i venjulegar graftarígerðir 2) hægfara bólgur, langoftast berklar en lues sést lika 3) polyarthritis 4) gonorrohiskur arthritis kemur fyrir, venjulega bráður. IV. Lamanir af öörum ástæöum en slysum og eru þar afleið- ingar poliomyelitis ant. acuta svo langsamlega algengustu orsakirnar, að aðrar hafa vart þýðingu. Viö rannsókn á þessum sjúkl. eru fyrst fáein atriði, sem maöur þarf aö fá upplýst I. vinnuhættir sjúkl., hvernig áreynslan er á fæturna, hvort sjúkl. hefir breytt um atvinnu og liafi nú meiri gang og sér- staklega hvort hann hafi nú meiri stööur en áöur. II. almenn heilbrigöi, hvort hann hafi nýlega legið rúmfastur eða farið aö fá óþægindin eftir sjúkralegu. III. hvort hann hafi þyngst mikið. Síöan skoðar maöur sjúkl., er þá þaö sem aðallega þarf að at- huga: I. gangur í skóm II. skórnir sjálfir, lag þeirra og slit. Væri hezt að sjúkl. kæmu ætíð í gömlum skóm og gengn- um en geymdu spariskóna til annara tækifæra. III. lag fótanna nakinna og hreyf- ingar, þegar sjúkl. stendur í þá. 1) valgusstilling 2) flatleiki 3) fráfærsla á framleist Við þessa skoðun þarf sjúkl. að standa með fætur samsiða (paralell) og 10—15 cm. bil á milli. En því þurfa fæturn- ir að vera samsíða, að snúi þeir inn á við eykst valgus- stillingin, en snúi þeir út á við minkar hún. 4) hreyfingar i fótaliðum. IV. missmíði á fótunum V. eymsli VI. bjúgur ' VII. hreyfanleiki (passiv) í fóta- liðum. Meðferðin á ilsiginu leiðir af þvi, sem fyrr var sagt um valgus- stillinguna. Það þarf að losa fót- inn við hana, láta þungann hvíla á honum í réttum skorðum og létta á þeim vöðvum, sem mæðir á. Þetta má gera annaðhvort með skófatnaði eða ilstoðum. Skórnir sem smíðaðir eru á þessa fætur — valgusskórnir — þurfa fyrst og fremst að uppfylla þær kröfur, sem gera verður til venjulegs góðs skófatnaðar, sem sé: 1) að hælkappinn sé mátulega iþröngur 2) aö þeir séu mátulega þröngir yfir háristina, svo að fóturinn reymist fastur niður og aftur i þá. 3) að lágilin sé svo stinn, að hún ekki troðist niður. 4) að þeir séu svo langir og víð- ir að framan, að vel rúmt sé um tærnar. 5) að hælamir séu hæfilega háir, 2—5 cm. og með breiðum gangfleti. Sum tilfellin má rekja til þess, að fólk notar sérlega lélega skó

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.