Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 19 ar seinna að hlaupa um en þau börn, sem sterka fætur hafa, hvíl- ir sig oftar, vill láta bera sig, er þaS hefir gengið stutta stund. Mæöurnar taka eftir þessu, halda stundum, aö um leti sé aö ræöa eöa viljaleysi eöa — og þaö mun oftar sönnu nær — gera sér enga aöra grein fyrir þessu en þá, að barnið þeirra er seinna til gangs og óduglegra en börn nágrann- ans eöa kunningjanna, þykir skömm aö og reyna aö láta barn- iö ganga með illu eða góöu. Ár- angurinn verður svo, aö enn meira misræmi veröur á rnilli getu fót- anna og erfiðisins, sem á þá er lagt, og insufficientian eykst. Næsta aldursskeiðið er unglings- árin, þegar fólkið byrjaöi aö vinna. Frarn að þeim tíma hefir mestu áf árunum verið eytt á skólabekk og við meiri eða minni setur og þó börnin auðvitað hafi notað fæt- urna, hafa þau alla jafnan getað ráðið því nokkuð sjálf, hve mikið eða hve lengi þau hafa á þá reynt og hvílt sig, þegar þeim þótti þurfa. Áreynslan hefir aldrei ver- ið samfelld vinna eða erfið, held- ur leikur. En þegar unglingarnir byrja á erfiðisvinnu eða iðnnámi, ráða þeir sér ekki lengur sjálfir, þá geta þeir ekki lengur sjálfir skammtað fótunum áreynsluna, og séu þeir veikir fyrir, þá byrja nú óþægindin, þó aldrei hafi þeir fundið til fyrr. Þriðja tímabilið er fimmtugs- og sextugsaldurinn. Á þeirn árum fitnar fólk oft mikið, sérlega kon- ur og getur sá þyngdarauki orð- ið fótunum ofraun, þó þeir hafi dugað vel fram að því. Siðasti hópurinn er svo gamla fólkið. Rýrnunin, sem ellinni fylg- ir, segir til sín i stoð- og hreyfi- kerfinu, ekki síður en annars stað- að og þó að áreynslan á fætuma minnki að jafnaði mikið hjá öld- ungunum, þá minnkar hún oft ekki að sama skapi og rýrnunin vex. Og jafnvel þó þetta fólk sé þannig sett, að það ekki þurfi að erfiða, þá reynir það oft meira á sig en það er fært um, það átt- ar sig ekki á ellinni, man æsku- þrekið og heldur sig vera bratt- ara en raun er á. Þó algengast sé aö finna ilsig hjá téðum aldursflokkum, má eng- an veginn skilja það svo, að ekki finnist það á öðrum aldri. Hitt er sannleikurinn, aö það getur kom- ið hvenær sem er og gerir það, ef fótunum er boðin meiri á- reynsla en þeir eru færir um að standast og geta margar orsakir valdið því. Ef menn t. d. skipta um atvinnu, hafa setið áður eða haft litið erfiði, en byrja svo1 á miklum stöðum, eða ef þeir fitna til muna, þó þeir gegni áfram sama starfi, þá getur keyrt um þverbak. Líka geta veikindi og rúmlegur orðið til þess að rýra getu fótanna, svo þeir ekki þoli sömu áreynslu og áður. Þegar frá eru talin ungbörnin, þá eru kvartanir sjúklinga líkar í aðalatriðum, þó nokkur blæbrigði séu á þeim og þær mismiklar. En hjá börnunum sjálfum getur mað- ur engar upplýsingar fengið, þau geta enga grein gert fyrir subjek- tivum einkennum. Þar eru það mæðurnar, sem taka eftir því, að ganginum er ábótavant. Sumpart eru börnin sein til gangs, sumpart ónýt að rölta, fylgjast ekki með jafnöldrum sínum, vilja láta bera sig, oft virðist gangur álappalegur, hann skortir fjaðurmagn og þau snúa skóna. Stálpaðir unglingar og fullorð- ið fólk getur hins vegar ságt glögg- lega frá óþægindum sinum og það sem flestir kvarta um, er þreyta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.