Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 10
20 LÆKNABLAÐIÐ eða þreytuverkir. Þreyta i leggj- um og iljum, stöku sinnum í hnés- bótum, oft i mjóbaki og spjald- hrygg. Iljaverkirnir eru oftast í lágil, stundum undir hælnum framanveröum, eöa teygja sig upp meö bátbeininu og leggur upp i rist og ökla. Leggjaverkirnir eru oftast framan á legg i réttivöðv- unum, én stundum lika djúpt i kálfa og þá aö jafnaði frekar neðantil. Auk þessarar staöbundnu þreytu er oft kvartað um þréytu í öllum líkamanum. Þegar sjúkl. kemur heim á kvöldin, leggst hann fyrir og hefir ekki rænu á að taka sér neitt fyrir hendur, er af manni genginn, þó aö erf- iðið, sem hann hefir haft, sé eng- an veginn svo mikið, að það geti skýrt þessa þreytu. Samfara þess- ari þreytu er oft óákveðinn höf- uðverkur. Sé nú ekkert aðgert, versnar á- standið smám saman. Þreytan eykst og verður að sárum verkj- um, fæturnir verða aumir við- komu, æðamar þrútna og standa oft á blístri, sviti sækir á þá og oft sígur á örléttur dreyfður bjúg- ur. Hreyfingar allar í ristarliðum verða sárar og þar kemur, að fót- urinn verður lítt hreyfanlegur fyr- ir neðan ökla og sjúkl. getur ekk- ert spor stigið þrautalaust. (Pes planus contractus). Smám saman minnka svo sárustu eymslin og sjúkl. fer að geta gengið þján- ingarlítið, en þó ekki þrautalaust, en nú hefir bæði göngulag og fæt- ur sjúkl. tekið breytingum frá þvi, setn áður var. Gangurinn er þung- lamalegur, vantar fjaðurmagn, sjúkl. stígur á alla ilina og rís ekki upp á tábergið við fráspyrnu, held- ur lyftir öllum fætinum í einu. Fóturinn er nú orðinn flatur — ekta pes planus — ristarleggir vita út á við — metatarsus abductus — oftast fylgir þessu meiri eða minni stórutáarskekkja — hallux valgus — bátbeinið og völuhaus- inn skaga nokkuð inn á við. Og síðast en ekki sízt, þá er afturhluti fótarins í valgusstillingu, oft mik- illi, og framleisturinn er rétt- hverfður. Er rétthverfingin bein afleiðing af valgusstillingunni. Sé eðlilegum fæti velt i valgus, lyft- ist jarkinn. Þegar nú líkamsþung- inn kemur á valgnsfótinn, þrýst- ist innri hluti framleistsins upp á við, þar til jarkinn nemur niðri og er þá vindingurinn kominn. Eins og fyrr er sagt, mynda fótarbeinin hvelfingu tvíkúpta og stendur þessi hvelfing á þrem punktum, hæl og haus I. og V. ristarleggjar. Bönd halda beinun- um í réttum skorðum og þarf ekki annað meðan ekkert mæðir á, en strax og til áreynzlu kemur, taka vöðvar við og hvílir á þeim allt erfiöið þar, eins og annars staðar. Þegar nú reynt er á fæturna við gang eða stöður, þreytast vöðv- arnir og þó miklum mun meira við stöður, því þverrákóttum vöðvum er eðlilegt að taka á og sleppa á víxl, látlaust átak þreyt- ir þá fljótt. Sé nú einhver sú veila í fætinum eða byggingu hans, að venju fremur mikið átak þurfi, til þess að halda honum í réttuni skorðum, þá þreytast fyrr þeir vöðvar, sem gæta stillingarinnar. en ella myndi og maðurinn finn- ur til vanlíðunar, hann fær þreytu- verki í þessa vöðva, og ekki að- eins í þá, heldur breiðist þreytan út, þegar til lengdar lætur, því að stoðkerfið er það nátengt innbyrð- is, að enginn einn vöðvi starfar þar á eigin spýtur, án víxlverk- unar á aðra vöðva. Þegar maðurinn fer að þreytast reynir hann að hvíla vöðvana. Verður þá einatt fyrst fyrir aö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.