Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 22
32 LÆKNABLAÐIÐ Heilbrigði þjóða. Við skoðun á fyrstu 2 milljónum manna á her- skyldualdri i U. S. var helmingur þeirra talinn óvigfær, en líklega hafa kröfurnar verið allstrangar, enda tekið tillit til fleira en lík- amlegrar hreysti. Frávísunaror- sakir voru þessar: Ólæsir ioo.ooo Tannsjúkdómar 188.000 Augnsjúkdómar 123.000 Æðakerfissjúkdómar 96.000 Sjúkd. í vöðv. og beinum 61.000 Kynsjúkdómar 57-000 Geðveiki og taugasjúkd. 57.OCO Kviðslit 56.000 Eyrnasjúkdómar 41.000 Fótasjúkdómar 36.000 Lungnasjúkdómar 26.000 Ýmislegt 159.000 Þannig er þá ástandið hjá auð- ugustu þjóð heimsins, sem býr í rúmgóðu ágætu landi. Hvað meg- um við hugsa og hvernig er þessu farið hjá oss?) Læknajrnir eiga auðsjáanlega mikið verk óunnið. (J.A.M.A. '42.) G. H. ORÐSENDING frá gjaldkera Læknafélags íslands. Nýlokið er að senda lænkum ut- an Reykjavíkur og nágrennis kröf- ur í pósti fyrir vangreiddum árs- tillögum 1942 og '43. Er þess vænst, að læknar bregðist þegn- samlega við. Minna vil eg á að helmingur gjaldsins gengur ó- skertur til Ekknasjóðs Læknafé- lagsins og er að mestu úthlutað ár- lega. Hinn helmingurinn gengur i sjóð félagsins og til félagsþarfa. Loks vil ég biðja þá collega, sem ekki hafá staðið í skilum, að at- huga 12. gr. félagslaganna, sem segir : „Nú greiðir gjaldskyldur fé- lagi ekki gjöld sín til félagsins í 2 ár og telst hann þá ekki lengur félagsmaður, enda hafi hann verið aðvaraður." ó. E. Frá læknum. Skarphéðinn Þorkjelsson, áður héraðslæknir í Hesteyrarhéraði, hefir verið skipaður héraðslæknir í Hornafjarðarhéraði frá 1. júlí 1943 að telja. Sigmundur Jónsson cand. med. hefir verið settur héraðslæknir i Reykjarfjarðarhéraði frá 1. júlí 1943 að telja. Baldur Johnsen héraðslæknir á ísafirði hefir verið settur til þess að gegna Hesteyrarhéraði ásamt sínu héraði frá 1. júlí 1943 að telja. Haraldur Jónsson héraðslæknir i Vík í Mýrdal var settur 1. ágúst 1943 til þess að gegna Síðuhéraði, ásamt sínu héraði. í júlílok 1943 komu þessir lækn- ar heim úr siglingú, frá Bandaríkj- unum: Björn Sigurðsson frá Veðramóti, Oddur Ólafsson, Vífilsstöðum og Kristján Jóhannesson cand. mag. Björn hefir unnið s.l. tvö ár í rannsóknarstofum Rockefeller- stofnunarinnar, lengst af í Prince- ton. Oddur dvaldi í 1 ár og 2 mán. við framhaldsnám í lyflæknisdeild- um og berklaspítölum. Kristján hefir verið 1 ár í Banda- ríkjunum, „kandidatsárið". Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 570.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.