Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 2? t Arni B. P. Helgason Hann lézt í Landsspítalanum 6. apríl 1943, eftir langa og erfiSa sjúkdómslegu; banamein hans var ca. ventriculi. Arni fæddist i Ólafsvík 2. jan. 1890. Foreldrar hans voru séra Helgi Arnason prestur í Olafsvík og seinni kona hans María Torfa- dóttir Thorgrimssen. Hann ólzt upp hjá foreldrum sínum, en var snemma settur til mennta, enda l)ar fljótt á frábærum námsgáfum hans. 1907, aðeins 17 ára gamall, tók hann stúdentspróf og 1913 lauk 'hann embættisprófi i læknisfræði. Sama ár sigldi hann til Kaup- mannahafnar og var á fæ'Singar- deild Ríkisspitalans, svo sem venja var til. Því næst fór hann til Ber- linar og dvaldi þar um tíma viS framhaldsnám. 1914 kemur hann aftur heim og er þá settur héraSs- læknir í HöfSahverfishéraSi, en fékk veitingu fyrir því héraSi 19 !7- 1924 er honum veitt Patreks- fjarSarhéraS og gegndi hann því til 1. jan. 1943. 1914 giftist hann Hrefnu Jó- hannesdóttur Stefánssonar kaup- manns. Þau eignuSust 5 börn: HólmfriSi, ógift heima, Maríu, d. 1935, Áslaugu, g. Gunnari Proppé verzlunarmanni, PatreksfirSi, Helga, sem nú stundar verkfræSi- nám viS Háskóla íslands og Jó- hönnu, ógift heima. Þetta eru í fáum orSum æviatriSi þessa merka manns. 1 þessari upp- talningu svipar þeim aS vísu til æviatriSa flestra héraSslækna á ís- landi, en samt var hér meira en meSalmaSur á ferS. Árni var óvenjulega vel gefinn til sálar og likama. Þegar hann byrjar starf sitt, var hann búinn aS afla sér meiri menntunar en þá var titt um héraðslækna, og alla ævi fylgdist hann óvenjulega vel meS öllum nýjungum og var óragur aS reyna nýjar leiSir. Sam- vizkusemi og natni hans viS sjúk- linga var viS brugSiS, enda tókst honum aS jafnaSi prýSilega í starfi sínu og var elskaSur og virtur af öllum þorra héraSsbúa sinna. Árni var drengskaparmaSur í orSsins beztu merkingu, og sann- ur vinur i raun. Hann vildi leysa hvers manns vandræSi, og ótalinn mun vera margur greiSi, er hann veitti sjúkum og fátækum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.