Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 7 en innspýtingum fylgir ekki sjald- an sta'Sbundin óþægindi, sviSi og verkir, er þó standa sjaldan lengi. Sökum hinnar hröSli absorptionar má ætla, aS miklar konsentrations- breytingar veröi í blóöi, ef þessi aöferð er höfö. Tíöast mun penicillin hafa verið gefiö í æö, annaöhvort sem ein- stakar innspýtingar 3—4. hverja klukkustund í 10—20 þús. eininga skömmtum leyst í 1—2 cc. salt- vatnslausn, eöa sem dropainfusion 30—40 dropa á minútu, samtals 50—200 þús. einingar á sólarhring eöa jafnvel meir, leyst upp i 1 líter saltvatns- eöa í 5% glukosu-lausn- ar. Einstökum innspýtingum fylgir sá ókostur, að blóökonsentration vcrður mjög ójöfn sökum hins hraða útskilnaðar, auk þess lokast æöar oft við tíðar ástungur og inn- spýtingar hinna ertandi penicillin- lausna. Eigi að infundera í æð þarf stöðugt aö fylgjast með sjúkling- um, oft aö bæta upplausn í infus- ions-flösku. og ekki sjaldan mynd- ast trombosur á infusionsstað. SKAMMTAR: Penicillingjafir hafa til þessa einkum miöast við þaö með hve litlu magni mætti vinna bug á viðkomandi infektion, sökuin þess hve framleiðsla lyfsins hefir veriö erfiö og lítiö til af því, alveg án tillits til þess, hvort ótt- ast þyrfti eiturverkanir lyfsins, og svo virðist sem þær séu svo hverfandi Iitlar, að þarflitiö sé að minnast á þær, einkum eftir að betur hefir tekizt að hreinsa og einangra hiö verkandi efni. Þegar þeir timar koma. að nóg verður af penicillin og vitað er, hversu stór- ir skammtar eru heppilegastir, má því búast viö þvi, að enn betri og fljótari árangur kunni aö nást. Viö urethritis gonorrhoica virö- ist t. d. nægilegt að gefa 100 þus. einingar samtals, þannig aö 10—15 þús. einingar séu gefnar i vööva 3—4. hverja klst. -4 og 25). Sé um gonokokka eða meningo- kokka bakteremiu að ræða virðist þurfa þessa skammta i ca. 4 daga, þ. e. a. s. 2 daga eftir aö hiti hefir fallið13). Við pneumokokka sýkingum, svo sem lungnabólgu virðist dúga svipaðir skammtar og viö gono- kokka. auk sérstakrar staðbund- innar meðferöar við empyem og meningitis13). Við sýkingu hemolytiskra strep- tokokka (a-flokkur samkv. grein- ingu Lancefield) viröast duga svipaðir skammtar og aö undan getur, en tíðum þarf að halda þera- píu áfrarn 4—5 daga eöa lengur. Við sýkingu af völdum annarra hemolytiskra streptokokka þarf allt að tvöfalt stærri skammta. Við staphylokokka infektionum þarf yfirleitt fremur stóra skammta eða frá 120—250 þús. einingum á sólarhring og tíöast vikumeöferð. Við osteomyelitis virðist venjulega þurfa stóra skammta og um lengri tíma, 1—2 vikur, jafnframt rót- tækum handlæknisaðgerðum og staðbundinni penicillin-meðferð. Penicillin þarf því aö gefa i dag- skönmitum, sem nema 60—250 þús. einingum, og í heildarskömmtum, sem nema 100 þús. — 3 milj. ein- inga, og hrekkur þetta þó ekki altaf til. Lyons2,i) telur ráölegt, ef meiri háttar handlækningar sé þörf á þungt höldnum sjúklingum I. cL með stór, opin og óhrein bein- brot, að gefa rækilega penicillin- meðferð í t. d. 2 daga áður en skurðlækning er framkvæmd. Penicillin hefir töluvert verið reynt við endocarditis chron., en árangur yfirleitt veriö lélegur. í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.