Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 22
12 LÆ K NA B LAÐ I Ð komu. W. R.: Vidal, G. K. nega- tivt, svo og vöxtur pneumococca frá bló'ði. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að sjúklingurinn hafði rotað margar rottur t. d. á einum degi 30, við þreskjun, en hafði varazt að snerta þær eftir Weilsgulutil- fellin á Sejrö. Hann hafði ekki tekið eftir sjúkum eða sjálfdauð- um röttum. Enginn köttur var á heimilinu en hundur, sem virt- ist vera frískur. — Sjúklingurinn var útskrifaður 28. nóv. 1938 og leið þá vel. Eins og mönnum er kunnugt hafa á seinni árum verið einangr- aðar nokkurar spirochetae ólíkar hinni vanalegu spiroclieta ictero- hæmorrhagica. Þessar spirochetae finnast hjá sjúklingum með in- fectionir, vanalega afbrigðileg til- felli af Weilsgulú. Þessi tilíelli nefna sumir leptospirosis eins og menn vita. Frá sjúklingnum sem fyrr var nefndur var- isoleraður uýr stofn, sem 1937 var athugað- ur nánar immunologiskt og morfo- logiskt og sýndi sig að hann var nýrrar tegundar. Statens Serum- institut upplýsti að fleiri sýkingar hefðu fundizt með söniu spiro- chetum. Sjúkralýsing þessi rifjar upp fyrir manni serummeðferð pneu- moníunnar áður en sulfajýfin komu til sögunnar. Intravenösa serum- meðferðin er nú aldrei skemmti- leg við pneumoni. Mörg tilfelli með serumsjúkdómi sem var miklu þyngri sjúkdómur en ])neumonian sjálf. Serumtherapían við pneumoníu er í dag medicinsk- historisk, þótt hún sé ung að ár- um, en ógleymanleg af því að hún sýndi hverju ófullkomnir at- liafnamenn geta þyrlað upp, í hvaða landi sem þeir nú kunna að finnast. Sem betur fer var hún eitt af því sem var of skammvinnt gaman til þess að ná til fslands, sem var þá fjær heiminum en þaö er nú. Stundum dettur manni í’ lmg le])tos])irosis við tilfelli sem mað- ur annars kallar inflúenzu: Hiti, höfuðverkur framan i enninu. bak við augun, augun stundum aum, beinverkir. enda verða díagnósur praktiserandi lækna að l)yggjast á klinik einni saman oft á tíðum, þess vegna eru þær svo ófullkomn- ar og raunar óábyggilegar. En slíkt breytist fyrst með breyttum starfsskilyrðum læknastéttarinn- ar i heild 'Og framtaki hennar sjálfrar. María Hallgrímsdóttir. Aths.: Ritstjórninni þykir ástæöa til að taka fram, að hún er ósammála dómi höf. um serummeðferð á lungnabólgu og telur að hún hafi verið mjög merkileg og mikils- verð, þótt nú megi segja að hand- hægari lyf séu fundin. Fyrir margt má víta okkur læknana, ef for- vígismenn serummeðferðar á lungabölgu eru ámælisverðir. Stéttar- og félagsmál. Aðalfundur Læknafél. Vestfjarða. 5. Aðalfundur Læknafélags Vestfjarða var haldinn á Isafirði dagana 12. og 13. ágúst 1944. 12/8. 1944 setti formaður fund og bauð félagsmenn velkomna, skýrði siðan frá störfum félagsins a síðastliðnu ári. Gat íorntaður síðan um gjöf félagsins tii Ara læknis á Brekku, að upphæö 25.00.00 krónur, sem honum voru sendar er hann varö fyrir því ó- happi að hús hans brann.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.