Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 25
LJEKNAB LAÐ IÐ 15 samþykktar einróma mefi lítils- háttar breytingu svohljóðandi. Aöalfundur Læknafélags Vest- t'jarSa, haldinn á ísafiröi 12. og 13. ágúst 1944 hefir athugaö uppkast aö launataxta fyrir lækna, sem milliþinganefnd í launamálum hefir gert. Telur fundurinn uppástungur nefndarinnar aö grunnlaunum lækna eftir atvikum viöunandi. þó meö þeim breytingum, aö launa- flokkum í héruðum veröi fækkað úr 5 i 3 flokka, þannig þó aö hér- uð verði flokkuð meö tilliti til fólksfjölda, þéttbýlis, samgangná og áhrifa samgönguumbóta á að- sókn aö læknum. í uppástungu nefndarinnar gæt- ir víða mjög mikils ósamræmis og má nefna sem dæmi Rangárhéráö meö 3076 íbúum og ágætum biia- samgöngum og Bíldudalshéraö meö 6io ibúum og erfiðum sam- göngum, en bæði eru sett i saina launaflokk. Fundurinn telur alveg óviöun- andi. aö héraöslæknar fái ekki íulla dýrtiöaruppbót eins ,sg aörar stéttir í landinu. Fundurinn væntir þess, aö stjórn Læknafélags íslands fylgi þessum kröfum fast eftir viö heilbrigðis yfirvöldin. Ennfremur áréttum viö fyrri tillögur félagsins um hlunn- indi héraÖslæknum til handa, frá aöalfundi félagsins 1943 er birtar voru í Læknablaöinu. Fundurinn telur héraöslækna allra manna kunnugasta öllum staöháttum i læknishéruöum og þvi eina rétta aðilann til um- sagnar um breytingar á héraöa- skipan og flokkun þeirra í launa- flokka. Kristján Sveinsson flutti langt og ýtarlegt erindi á fundinu um augnspeglun, einkum um æöa- breytingar á augnbotni viö ýmsa sjúkdóma t. d. nýrnasjúkdóma, essential hypertoni o. fl. Þótti mönnum gott erindið og fróðlegt. Var Kristjáni þakkaö fyrir flutn- ing erindisins og mælst til þess, aö erindiö fengist birt í Lækna- blaðinu.*) Kjartan Jóhannsson skýrði frá nokkurum sjúkdómstilfellum vegna B-fjörefnaskorts, sem hann hefði fengið tiI meðferöar. Tilefn- iö var rit Júliusar Sigurjónssonar um manneldi, þar sem hann telur fæði fólks hér á landi nægilega auðugt af þessum bætiefnum. Kjartan Jóhannsson taldi upp 14 dæmi um vanfærar konur á aldr- inum 18—45 ára, sem öll bentu eindregið til þess að þær skorti B- fjörefni. enda batnað öllum er þær fengu B-therapie. Mun þaö mála sannast að oft er skortur á þessum efnum í fæöu fólks hér á landi og ber nauösyn til að hafizt veröi handa um úrbætur. Var stjórninni falið aö skora á heilbrigbisyfirvöldin að hlutast til um. aö ekki væru flutar inn fjör- efnissviftar korntegundir og mjöl- vara. Baldur Jolmsen skýröi frá mjög athyglisverðri kliniskri reynslu. sem hann haföi haft af efnaskorti í fæöu manna. Gat hann þess, að síöastliðið sumar hefði veriö stutt og kalt, lítil spretta orðið í görö- um, snjór fallið snemma og ber víöa alls 'ékki nýtzt. Kvaö liann þetla árferöi hafa komiö greinilega í ljós, er hann framkvæmdi skóla- skoðun i Aöalvík i nóvember síö- astliöiö haust. Af 27 börnum sem skoðuð voru, voru 6 með greini- leg einkenni um skyrbjúg. Taldi hann þetta augljóslega beina af- *) Læknablaöið hefir fengið handrit erindisins, sem verðui birt síöar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.