Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 26
LÆKNABLAÐIÐ 16 leiöingu tíðarfarsins, börnin fengu litla eöa enga mjólk, svo til enga garðávexti og engin ber, en úr þeim hafi þau oft fengiö C-fjör- efnisforöa sem hafi enzt þeim fram á vetur. Kvaöst hann hafa rannsakaö C-fjörefnismagn kræki- berja og væru þau fullkomlega hálfdrættingar viö Syrupus C- vitamini Ido. Taldi hann nauðsyn bera til þess að fólk væri írætt um nauðsynC-fjörefnis og hvarþaö væri að fá. Hann haföi rannsak- aö sítrónurnar sem hingaö ílytj- ast nú og boriÖ þær saman viö kartöflur; var sú rannsókn gerö i marz. Reyndust þessar sítrónur ,.geldar“ og lélegri en kartöflur á þessum tíma og eru þær þó ekki góðar eða meö um 2 m.gr. % as- corbinsýru. Var stjórninni falið að koma á framfæri áskorun til heilbrigðis- yfirvaldanna um að þau sæi til þess aö innfluttar cítrónur yrðu rannsakaöar áöur en sala væri leyfð á þeim. og hún bönnuö ef þær hafa ekki ákveöið C-fjör- efnismagn. Það er ótækt að rán- dýrri en ónýtri vöru sé haldið að fólki sem lyfi. Góður rómur var gerður aö máli Baldurs, spunnust um þessi mál miklar umræður. Aðalfundur Læknafélags Vest- fjarða tók einnig til umræðu at’- stöðu Landlæknis til lækna, em- bættaveitinga og heilbrigðismála yfirleitt í landinu. En í því máli voru engar samþykktir gerðar að sinni, en málið er til áframhaldandi athugunar. Þá var samþykkt að næsti fund- ur yrði haldinn i Bolungarvik. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið. F. h. stjornar Læknafél. Vestfj. Ragnar Ásgeirsson ritari. Bréf frá formanni L. í. Ritstjórn Læknablaðsins heíir liorizt eftirfarandi bréf frá form. Læknafél. íslands. Bréfiö skýrir sig sjálft og verður að sjálfsögðu tekið til greina. Reykjavik, 31. okt. 1944. Stjórn Læknafélags íslands hef- ir borizt svolátandi bréf frá land- lækni: ,,Eg leyfi mér hér með að til- kynna yður, að mér hafa nýlega borizt handa íslenzkum læknum frá íýordisk Medicin fyrir milligöngu sendiráðsins í Stokkhólmi 1.—27. tbl. tímaritsins þ. á., og í tveimur eintökum. Annað eintakið hef eg sent til Akureyrar, en komið hinu íyrir á lestrarsal Landsbókasafns- ins. Geta læknar hér i bænum og nágrenninu átt þess kost aö líta þar í það. -------- Ef til vfll þætti félagsstjórninni ástæöa til að hlutast til um að gerður yröi stuttur útdráttur um helztu nýjungar, sem á góma bera i tímaritinu, til birtingar fyrir ís- lenzkum læknum i Læknablaðinu." Þetta vil eg hér með biðja stjórn Lbl. að geta um í blaðinu og jafn- framt vil eg íela henni fram- kvæmdir síðustu málsgreinarinnar til beztu fyrirgreiðslu eftir því sem herini þykir henta. F. h. stjórnar L. í. Magnús Pétursson, p.t. formaður. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.