Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.02.1945, Blaðsíða 20
LÆKNA B LAÐ IÐ io læknismenntunar en þá var siður og ýtarlegrar sérmenntunar. Lágu leiðir okkar oft saman erlendis á þeim árum. Gunnlaugur var miklu meira stórhuga eu venja var ti! urn íslenzka lækna þá. Hann braut hiklaust nýjar brautir og komst alls staðar að sem honum datt í hug. Hjálpaði honum þar liinn ó- venjulegi hæfileiki hans til þess ao tala viö og umgangast hvern sem var. Hann fór um mörg lönd og leitaði aðeins þangað, sem honum virtist vera allra hezt og mest aö læra. Hann kynntist afar mörgum útlendingum og átti alls staöar vini. Hann var vandur mjög aö virðingu sinni og var afarljós sú ábyrgð, sem á honum hvíldi sem íslending, hvar sem hann fór. Einn kunningi okkar sagði um liann á þeim árum, að hann væri einskonar umferða-sendiherra íslands og var það ekki fjarri sanni. í Osló kynntist hann vel frk. Óíafiu Jóhannsdóttur og mun það • hafa haft veruleg áhrif á síðari á- huga hans fyrir félagsmálum og jijóðfélagslegri hlið læknisstarfs- ins. Hann hafði mikinn álmga fyr- ir spítalahyggingum, heilsufræði- legum málefnum, heilhrigðislegri hlið íþrótta o. s. frv. Hann var einn af þeim sem fyrstur hyggði sér sumarhús við hveri, hafði hann mikinn áhuga fyrir húsahygging- um almennt, dundaði lóft í frístund- um við húsateikningar. Sjálfur átti hann fallegt heimili á fögrum stað i hænum og var þar hver hlutur eftir hans höfði og húsfreyjunnar, Önnu Kristjánsdóttur, sem var honum samhent injög. Var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni og glaðværð. Þau hjón áttu tvö mann- vænleg börn. Gunnlaugur var atorkumaður aila tið, óhræddur viö nýjungar, sem hann áleit að viö ættum að til- einka okkur fljótiega og njóta þeirra sem bezt. Hann hafði mörg áhugamál, hann var alls staðar mikill starís- kraftur, hann var góður íelags- maður og atkvæðamikill i lækna- félögum, golfklúhh, ferðafélagi, Rauða krossinum, Sænsk-íslenzka- félaginu o. fl. o. fl. Yfiileitt liíði Gunnlaiígur þrótt- miklu lífi og hann naut þess að lil’a. Seinasta árið virtist orka hans, sem áður var alltaf yfirfljót- anleg, nokkuð hafa dvínað. Samt gekk hann að störfum til siðustu stundar og var staddur á lækninga- stofu sinni, er skyndilega setti að honum ógleði og magnleysi og hann missti meðvitund og var ör- cndur eftir þrjár klukkustundir. Við vinir hans höfum misst góð- an vin, læknastéttin mikinn at- kvæðamann, ísland góðan son. Helgi Tómasson. Sængurkonur dáleiddar. Krog- er, amerískur læknir, hefir dáleitt konur viö barnsfæöingu siðan 1931. Af 12 fæðingum gekk þetta ágætlega 11 sinnum. Tangartak o. fl. aðgeröir voru gerðar. Aður en konan hafði gengið með í 7 mán. var hún dáleidd og fullvissuð um að hún myndi ekki kenna neins sársauka við fæöinguna og að hún myndi ekki eftir neinu eftir hana, að fæðinginyrði miklu frekar nautn en sársauki. Síðan var dáleiöslan cndurtekin á sama hátt með 2 vikna millibilum. þar tii konan fæddi. Þegar víkkun nam 2—4 cm. var lum dáleidd á ný og fæddi síðan með venjulegum hætti, án þess að finna sársauka eða muna nokkuð eftir fæðingunni. (JAMA, 19. febr. 1944)-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.