Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ x9 is, vottar yður, fyrir hönd íslenzku læknastéttarinnar, hylli sína og sendir y'Öur beztu árnaðaróskir. Háskóla íslands 25. ágúst 1944 Síjórn Lœknafélags íslands." Þessu næst gat formaður þess að fyrir lægi að kjósa starfsmenn fundarins. Hann tók það fram að varaformaður félagsins, dr. med. Gunnlaugur Claessen, sem verið hefði fundarstjóri á undanförnum aðalfundum hefði beðizt undan kosningu vegna lasleika. Formaður stakk j)á upp á Árna Arnasyni sem fundarstjóra, Valtý Albertssyni, sem varafundarstjóra og Árna Péturssyni sem fundarrit- ara og voru jieir allir kosnir í einu hljóði. Að svo mæltu hóf formaður að flytja skýrslu stjórnarinnar og mælti á jæssa leið: „Eins og kunnugt er, var enginn fundur haldinn í félaginu síðastlið- ið ár og var |)ó gerð tilraun til að halda hann siðástliðið haust og þá í samhandi við námskeið fyrir lækna, sem L. R. ætlaði að gang- ast fyrir. \ irtist |)að vel viðeigandi að ])etta hvorttveggja færi saman, enda hafa að jafnaði verið haldnir fræðandi fyrirlestrar í sambandi við aðalfund. En ])ví miður hafði af óviðráðanieguni ástæðum ])etta mál tafizt svo, einkum vegna tafar á útkomu Læknal)laðsins,. en fyrsta blað ársins 1943 kom ekki út fyrr en fyrst í september.*) Var fyrir- fram séð ])egar svo var áliðið að *) Það virðist torskilið, að sein útkoma' Læknablaðsins hafi ráðið miklu um frestun aðalfundar, sem venjulega er boðaður bréílega, en ekki í dálkum Læknablaðsins. Hitt mun sönnu nær, að fundar- frestunin hafi átt drjúgan þátt í að drepa námskeiði. Ritstj. engin von myndi þess, að héraðs- læknar utan af landi gætu sótt fund í október. Samt sem áður var tilraunin gerð og skrifaði stjórn L. í. öllum stéttarhræðrum utan Reykjavikur um ])etta og er óþarft að rifja hér upp aftur það bréf. Hinn 8. sept. 1942 átti stjórn fé- lagsins t'und með sér og skýrði rit- ari félagsins (P. S.) þar frá því, að hann og formaður L. R. hefðu utn nokkurt skeið átt í samningum eða samningaumleitunum við Trygging- arstofnun ríkisins um grunnkaups- hækkun og verðlagsijppbqt á greiðslum á slysalæknishjálp og slysavottorð. Taldi Tryggingar- stofnunin sig ekki hafa heimild til að greiða slíka uppbót nema ráðu- neytið gæfi samþykki til ])ess. Höfðu þeir ])ví komið sér saman um. að stjórn L. R. ritaði ráðu- neytinu um þetta mál vegna embætt- islausra starfandi lækna. Afrit at’ ])essu bréfi lá fyrir stjórnarfund- inum. í tilefni af ])essu ákvað því stjórn L. í. að rita ráðuneytinu eftirfar- andi brét’ vegna héraðslækna: „Reykjavík, 9. se])t. 1942. Með tilvísun til bréfs Læknafé- lags Reykjavíkur, dags. 3. þ. m. um grunnkaupshækkun og verð- lagsuppbót á greiðslu til praktiser- andi lækna frá Tryggingarstofnun ríkisins fyrir slysahjálp og læknis- vottorð vill stjórn Læknafélags ís- lands fyrir hönd héraðslækna ein- dregið mælast til ])ess, að þér, hæstv. f jármálaráðherra, veitið heimild til ])ess að sömu reglur verði látnar gilda um greiðslur' til héraðslækna fyrir samskonar lækn- ishjálp og vottorð og farið er frám á fyrir hönd praktiserandi lækna í áðurnefndu hréfi. Samkvæmt því ætti að heimila Tryggingarstofnun ríkisins að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.