Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 21 greiðslu, ]>vi þanga'Ö áttum við nú helzt trausts og halds aÖ leita: „Reykjavík, 12. fehr. 1943. Stjórii Læknafélags Islands leyf- ir sér hér nie'Ö fyrir hönd héraÖs- lækna aÖ mótmæla tillögu þeirri, sem fram er kornin á Alþingi frá ríkisstjórninni um uppbót á laun ])eirra, sem mun eiga a'Ö vera ein- hverskonar hætur fyrir það tjón, sem þeir híða við þaÖ, aÖ þeir ekki hafa fengið leyfi til að hækka gjald- skrá sína í samræmi viÖ dýrtíöina eins og aÖrar stéttir hafa gert. Vér teljuni ])aÖ ekki ná nokkurri átt aÖ lijóða héraðslæknum aðeins 2000 kr. á ári sem uppbætur nema ])á því aðeins aÖ ])eim sé jafnframt leyft aÖ hækka gjaldskrá sina að miklu e'Öa öllu leyti samkvæmt vísi- tölu, þvi þessar tvö þúsund krón- ur væru sannarlega ekki of mikiÖ sem uppbót fyrir tjón, sem þeir ])egar hafa heðiÖ vegna þess, að þeim hefir ekki verið leyft að hækka gjaklskrána. Stjórn félagsins hefir á'Öur reif- að þetta mál við rikisstjórnina og Iátum vér hér með fylgja afrit af tveim bréfum, er þar að lúta til rökstuðnings. Að endingu skal hinu háa Al- þingi á ])að bent að það er mjög varhugaverð stefna á þessum tím- um, ])egar örðugt eða ómögulegt reynist að fá lækna i héruð, að gera þá tilraunir til að þrengja kosti héraðslæknanna eða beita þá ósann- girni, enda teljum vér kjör ])eirra ekki samhærileg hinna annara stétta. sem taldar eru upp í áðurnefndri tillögu." Fyrir hans atfylgi (H. J.) tókst að fá yfirlýsingu forsætisráðherra á Alþingi um það, að hann myndi leyfa héraðslæknum að hækka gjaldskrá sína, en engin loforð um hve niikið. Síðar hringdi landlæknir til mín og spurði hvort við myndum ekki gera okkur ánægða með $oc/o hækk- un, en ég kvað það ekki ná nokk- urri átt, því minni en 150% ætti hún ekki að vera. Bauðst ég til að fá þegar i stað símleiðis eindregnar kröfur frá héraðslæknum um þetta. en hann taldi ekki ástæðu til þess að svo kómnu. Eftir það var ekki til okkar leit- að, en svo sem kunnugt er, var Ieyfð 100% hækkun á gjaldskránni frá 11. marz 1943. A síðasta aðalfundi var heimil- að að styrkja útgáfu Læknablaðs- ins eftir ])ví sem um semdist milli stjórna L. í og L. R. Samdist svo um. að L. 1. legÖi því til 500 kr. árið 1943. Þ. 13. ágúst 1943 sendi landlækn- ir stjórn félagsins svolátandi hréf : ,,Eg leyfi mér enn sem fyrr að vekja athygli stjórnar Læknafé- lags íslands á hinum sífelldu vand- ræÖum að fá læknishéruð landsins skipuð. Eftirtalin héruð eru nú ým- ist læknislaus eða verða læknislaus meðhaustinu: Flateyjarhérað.Ólafs- víkurhéraÖ ( veikindi héraðslæknis), ReykjafjarðarhéraÖ, Hróarstungu- hérað, Berufjarðarhérað (veikindi héraðslæknis) og SíðuhéraÖ. AÖ öllu óbreyttu eru litil eða engin lík- indi til, að læknar fáist í ’pessi hér- uð. nema ef til vill eitt þeirra. A sama tíma halda íslenzkir læknar sig ótilneyddir úti í löndum eftir lokið tilskilið almennt framhalds- nám, en aðrir slíkir eru á förum úr landi. og kastar þá tólfunum, er þeir sem koma heim að loknu fram- haklsnámi, fara jafnvel heldur hón- arveg að sjúkrahúsum um að kom- ast þar að í annars lítið eftirsóttar og lágt launaðar kandidatsstöður heldur en spyrja sig fyrir um kjör í hinurn auðu læknishéruðum. Eg fer ekki í grafgötur um. að Alþingi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.