Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 23 og /.*) liðurinn eru hiS mesta kappsmál allra héraðslækna og verði þær ekki teknar til greina, má hú- ast við, að fremur íjölgi en fækki hinum læknislausu héruðum í ná- inni framtíð. Þar sem þér þykist fara nærri um að Alþingi það, er nú situr, muni gera einhverjar þvingunarráð- stafanir gagnvart læknastéttinni öðrum stéttum fremur, þá er alveg óhætt að svara því fyrir stéttar- innar hönd, að hún mun ekki gang- ast upp við hótanir eða kúgunartil- raunir. Slíkt mun jafnskjótt koma þeim í koll, sem tilraunirnar gera. enda væntum vér þess, að þér séuð á verði og gætið þess, að henni sé í engu misböðið. hvorki siðferðis- lega né fjárhagslega. Svo aftur sé vikið að meðfylgj- andi tillögum, þá teljum vér þeim svo í hóf stillt, að aðeins vanþekk- ing á starfi og kjörum stéttarinnar. eða bein óvild í hennar garð, geti valdið þvi að þær verði ekki teknar til greina, enda er oss það kunnugt, að sumum héraðslæknum ]>ykir hér of skammt gengið. Það virðist og sjálfsagt og ætti að vera öllum aug- Ijóst að læknar og þá ekki sizt hér- aðslæknar eigi að Vera lang hæst- launaða eða tekjumesta stétt lands- ins, þó ekki væri nema af því einu, að náms- og stofnkostnaður allur bæði um tíma og fé, er langmestur hjá læknunum og starf þeirra. einkum héraðslæknanna vanda- mesta og slitmesta starf allra stétta. Þetta vitum vér að yður er, allra manna læzt. ljóst og væntum þess vegna, að þér gerið yðar ýtrasta til að sannfærá valdhafana og lög- gjafana um þetta. *) þ. e. læknisbústaðir. mánað- ar sumarfri. hækkun gjaldskrár hér- aðslækna og slysatrvgging ríkisins á héraðslæknum. Að endingu þetta: Stjórn Læknafélags íslands ósk- ar einskis fremur en að geta tekið höndum saman við yður, herra landlæknir, í baráttunni fyrir hags- bótum stéttarinnar og því að lands- lýð verði séð fyrir nægum lækna- kosti. enda væntum vér fullrar vel- vildar og skilnings i garð stéttar- innar.“ A síðasta aðalfundi 1942 var samþykkt svolátandi tillaga: ..Stjórn L. í. leiti samkomulags við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja um að þeir læknar, sem taka föst laun úr ríkissjóði, bæjarsjóð- um eða frá öðrum opinberum stofn- unum, skoðizt sem sérstök deild inn- an þessa bandalags og hafi þar sömu réttindi og aðrar deildir ]>ess félagsskapar. enda greiði L. í til- skilið gjald fyrir ])á lækna til B. S. R. B. og sjái um að sendir séu hæfi- lega margir fulltrúar úr ])eirra hópi á sambands])ing bandalagsins." í nóvember satna ár sendi svo stjórn L. I. afrit af samþykkt þess- ari ásamt beiðni um up])töku í bandalagið. Láðst hafði á aðalfundi 1942 að kjósa fulltrúa á sambandsþing B. S. R. B. 1942 eða annað sambands- þing þess. Stjórn L. í. tók þá það ráð. að fela ritara félagsins, Páli Sigurðssyni að mæta á þinginu, en það hófst í Reykjavik 4. nóv. 1942. Xú hafði aðalfundur L. 1. 1943 fallið niður, svo sem kunnugt er og áður um getið, og ])ess vegna hafði ekki verið hægt að kjósa fulltrúa á sambands])ing B. S. R. B. 1943. sem haldið var í Reykjavík um miðj- an sept. sama ár. Yar þá gripið til þess sama ráðs og næsta ár á undan og mættu á þessu þingi formaður félagsins og ritari, enda félaginu ætlað að senda tvo fulltrúa á þingið. Stjórn L. í. finnst það vel við- eigandi á þessu stigi málsins, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.