Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 10
20 LÆKNA B LAÐ I Ð greifia héraÖslæknum fyrir slysa- læknishjálp frá i. júlí 1942 að telja 25'/ uppbót á gjaldskrá þeirra og þar að auki verðlagsupphót á gjald- skrána eins og hún þá yrði nte'ð þessari grunnhækkun". Stjórninni barst í byrjun okt. svar við bréfi þessu frá heilbrigðis- málaráðuneytinu dags. 30. sept.. sem þannig hljóðar: „Eftir viðtöku bréfs Læknafélags íslands, dags. 9. þ. m. varðandi hækkun á gjaldskrá héraðslækna fyrir verk unnin i jtágu slysatrygg- ingar ríkisins, tekur ráðuneytið fram, að me'ð því a'ð héraðsltgknar hafa fengi'Ö fulla verðlagsuppbót á 650 krónur á mánuði, án tillit$ til launa þeirra bvers uríi sig. þá sér ráðuneytið sér ekki fært að 'hækka taxta þeirra. F. h. r. Gustav A. Jónasson (sign.)“ Svo fór um sjóferð þá. 1>. 3. nóv. 1942 fékk stjórn L. í. bréf frá landlaskíti, allýtarlegt. við- víkjandi fóstureyðingum. Segir hann þar meðal annars, að dónts- málaráðuneytið hafi lagt fyrir sig að brýna það alvarlega fyrir lækn- 11111 landsins, að gæta í öllu fyrir- mæla fóstureyðingalaganna. Vill hann jafnframt leita a'ðstoðar stjórnar L. í. um að konta áminn- ingu unt þetta á framfæri og að það verði gert á svo áhrifamikinn og eftirminnilegan hátt. sem tök eru á eftir atvikum. Lýsir hann síðan að nokkru hvernig hann hugsi þessari áminningu fyrir kont- i'ð. Þrátt fvrir ítrekaðar óskir land- læknis um þetta efni hefir stjórn L. í. ekkert gert í jtessu cfni annað en jtað, a'ð ritarinn átti samtal við landlækni um málið, enda var stjórn félagsins ekki svo sánnfærð um hina brýnu nauðsyn slíkrar áminningar. Samt sem áður er Jtetta óneitan- lega alvarlegt og íhugunarvert mál. sem ekki er rétt að skella skolla- eyrunum við og vill því stjórnin gera ]>að a'ð tillögu sinni, a'ð kosin sé þriggja manna nefnd til þess að athuga áðurnefnt hréf landlæknis og gefa bendingar uni hvernig henni finnist réttast að taka á þessu máli. Höfum við þess vegna sett þessa nefndarkosningu sem sérstakan lio á dagskrána. Svo sem kunnugt er. ákvað ríkis- stjórnin árið 1941 að stinga að hér- aðslæknunum nokkurri uppbót, í stað ])ess að veita þeim leyfi til verðhækkunar á gjaldskránni. \’ar þessi uppbót þann veg, að allir fengu fulla verðlagsuppbót af 650 kr. á mánuði. án tillits til launaupphæðar. Nú hafði þessi ráðstöfun aðeins veri'ð stjórnarráðstöfun, óstaðfest formlega áf Alþingi. Af þessum ástæðum mun ])að hafa veri'Ö. að núverandi ríkisstjórn ákvað að fella |>etta ni'ður, en bar í þess stað fram hrtt. við fjárl.frv. í febr. 1943. í þá átt. að héraðslæknar fengju a'Ö- eins 2000 k. uppbót án verðlags- uppbótar og áttu það að vera sára- bætur fvrir, að þeir fengu ekki að hækka gjaldskrána samkv. verðlags- vísitölu. Þegar stjórn félagsins frétti þetta, var henni strax ljóst. að þessi ráð- stöfun ntyndi hat'a í för með sér allmikla tekjurírnun, að minnsta kosti hjá flestum héraðslæknum. Var ákveðið a'Ö senda Alþingi mótmæli gegn þessu. og til vara fara fram á þa'Ö, að ef þessi tillaga ríkis- stjórnarinnar yr'ði samþykkt, ])á yrði héraðslæknum jafnframt leyft a'ð hækka gjaldskrá sína sent svaraði fullri verðlagsuppbót eða þvi sem næst. Var svohljóðandi bréf santið til Alþingis og Helga collega Jónas- syni fali'Ö það til beztu fyrir-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.