Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 14
-4 LÆKNABLAÐIÐ segja nokkuð frá Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja (B.S.R.B.). BandalagiÖ er byggt upp af ein- stökum félögum og félagasambönd- um og eru þessi heB.t: 1. Félag gagnfræðaskólakennara. 2. — ísl. símamanna. 3. — menntaskólakennara. 4. — starfsmanna Háskóla fs- lands. 5. Læknafélags Islands, meÖ ])eim takmörkunum, sem áður getur. 6. Póstmannafélag íslands. 7. Prestafélag Islands. S. Samband ísl. barnakennara. 9. Starfsmannafélag Akureyrar- l)æjar. 10. ■— Hafnarfjarðarl)æjar. 11. — Reykjavíkurbæjar. . 12. — ríkisstofnana. 13. — Ríkisútvarþsins. 14. — Sigluf jarðarbæjar. 15. — Vestmannaeyjabæjar. 16. — Sjúkrasamlags Rvíkur 17. Tollvarðafélag íslands. rS. Félag forstjóra ])ósts og sima. 19. — isl. hjúkrunarkvenna. 20. — símastjóra á 1. fl. B-stöðv- um. eða alls 20 félög og félagasambönd. Hvert t'élag innan B. S. f\. B. sem hefir 20—100 félaga, skal kjósa 2 fulltrúa á bandalagsþing og síðan einn fulltrúa fyrir hverja fimm tugi félagsmanna eða brot úr fimm tug- um. Kjósa skal jafnmarga menn til vara. Stjórn bandalagsins ski])a 7 menn, sem kosnir eru til eins árs í senn á reglulegu bandalagsþingi. Fjóra menn skal kjósa til vara. Helztu mál. sem 13. S. R. B. hefir látið til sín taka, er launa- og hags- munamál bandalagsmanna. F)-rri hluta ásins 1943 hóf ríkis- stjórnin endurskoðun álaunalöggjöf rikisins. Var skipuð til þess 7 manna nefnd. Fjórir nefndarmanna voru tilnefndir af þingflokkunum, einn frá hverjum flokki. Stjórn 13.S.R.B. fékk því til vegar komið að banda- lagið fengi að tilnefna tvo menn i nefndina og voru af þess hálfu til- nefndir þeir Guðjón 13. Baldvins- son og Andrés Þormar. Formaður nefndarinnar var svo skipaður skrifstofustjórinn í fjármálaráðu- neytinu, Magnús Gíslason. Eins og ég gat um áður. sendi svo stjórn L. í. nefnd þessari til- lögur um laun og kjör héraðslækns og fleiri. Stjórn L. í. var svo í stöðugu sambandi við launamálanefndina, einkum fulltrúa bandalagsins i henni og formaður mætti einnig á fundum hjá henni. Mun ég að sinni ekki fara frekar út i launaatriðin. fyrr en ]>au mál koma'hér til um- ræðu. B. S. R. 13. átti mikinn þátt i þvi. að lífeyrissjóði embættismanna og ekkna |)eirra. sem stofnaður var 1921. var breytt til batnaðar. Heitir hann nú lífeyrissjóður starfsmanna rikisins. \’ar hann stofnaður með lögum lögum nr. 101. 30. des. 1943 og átti að taka til starfa I. júlí síð- astl. Þessi nýi sjóður veitir sjóð- félögum sínum yfirleitt miklu víð- tækari og meiri réttindi, einkum eru ófullveðja börn ■ sjóðfélaga miklu betur tryggð, ef hann fellur frá. — Þá er það og mikil hagsbót. að nú eiga 6 tíundu hlutar af 10% iðgjaldinu að greiðast af launa- greiðanda, en í gamla lífeyrissjóðn- uiii hvíldi iðgjaldagreiðslan ein- göngu á launþega. Ég hefi orðið nokkuð langorður um B. S. R. B. en okkur fannst. sem sagt, nauðsvnlegt, að félags- menn fengju einu sinni nokkurt yf- irlit yfir störf þess, tilgang og stefnu, enda er enginn vafi á þvi. að það er mikill styrkur fyrir L. í. einkum vegna ])eirra félagsmanna. er laun taka af opinberu fé, að njóta aðstoðar jafnöflugs banda-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.