Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 19
L Æ.K NABLAÐIÐ 29 Endurskoðcndur reikninga fé- lagsins voru endurkosnir nie'Ö lófa- taki (Július Sig. og Hannes Guð- mundsson). Þá var gengiÖ til kosninga um tvo aðalfulliríia á þing Bandalags starfsmanna ríkis og liæja, og hlutu þeir kosningu : Kristján Arinbjarn- ar með 25 atkvæÖum og Páll Sig- urÖsson, meÖ hlutkesti milli hans og Ólafs Geirssonar. I 'araf ulltriiar voru kjörnir Olaf- ur Geirsson og Helgi Tómasson. Þá fór fram kosning net’ndar vegna bréfs landlæknis um fóstur- eyÖingar. í nefndina voru kosnir meÖ lófataki : Helgi Tómasson, Arni Arnason og \raltýr Alberts- son. Lesnir voru upp reikningar StyrktarsjóÖs ekkna og munaÖar- lausra barna íslenzkra lækna. GerÖi ]>aÖ Halldór Hansen. Samþykkt var aÖ senda Þorsteini Sch. Thorsteinsson kveÖju fundar- ins meÖ ])akklæti fyrir höfðingleg- ar gjafir í ])enna sjóÖ. Var nú tekiÖ fyrir máliÖ: kjör hcraðslœkna oy annarra cmbœttis- icckna. Málshefjandi var Magnús Pétursson og talaði hann á þessa leið: ..Ég tók aÖ mér að hef ja máís viÖ ]>etta dagskráratriði, meÖal annars vegna ])ess, aÖ ég þóttist þvi einna kunnugastur. enda hefi ég nú uin 26 ára skeið, eftir fremsta megni reynt aÖ stuðla að bættum kjörum héraÖslæknanna. Tel ég mig þar hafa verið í samræmi við skoðanir og vilja alls fjölda héraðslæknanna. Þó hefir mér verið horið á brýn. aÖ ég berÖi lóminn fyrir ])á, þeini til engrar ])ægðar. og jafnvel þeim til athlægis. ■— Þetta má vel vera. aö svo sé, ekki sízt ef það væri satt, sem við mig var nýlega sagt á opinberum nefndarfundi, aÖ einn eÖa fleiri héraðslæknar hefðu látið í ljós, að hann, eða þeir, hefðu svo miklar tekjur, að þeir kærÖu sig ekki um meira. Væri von, að kjarabætur ættu erfitt uppdráttar, ef slík ummæli væru sönn og bærust út. En ég er samt sem áður ekki af baki dottiun, þvi að ég er enn þeirrar skoðunar, að héraðslæknar séu illa méðfarnir margir hverjir eða allir. og |)að öðrum stéttum frernur. ÞaÖ er naumur tími á þessu þingi til langra ræðuhalda, og ætla ég því alls ekki að rekja frumástæð- ur og aðstæður fyrir kjarabótum. Það hefi ég svo oft gert áður, bæði i ræðum og blaðagreinum. þótt nú sé fyrnt yfir margt af því. Vil ég aðeins meÖ nokkrum orðum drepa á málið, eins og þaÖ nú liggur fyr- ir, til bendinga og leiðbeiningar fyrir væntanlega nefnd. Skal ég fyrst minnast ofurlitið nánar á tillögur ])ær, sem stjórn L. I. upphaflega sendi launanefnd- inni. til ])ess aÖ skýra sjónarmið ])au. sem vöktu fyrir stjórninni og þeim héraðslæknum, sem til riáðist og voru með í ráðum. Eins og gefur á að lita. ])egar bornar verða saman hinar upphaf- legu tillögur stjórnar fél. og þær, sem nú hefir verið útbýtt sem trún- aðarntáli og eru lokatillögur nefnd- arinnar, þá kentur það í ljós, að til- lögur nefndarinnar eru yfirleitt hærri en okkar tillögur, en sú er ástæÖan til ])ess, að við lögöum meira upp úr ýmsum nauðsynleg- um hlunnindum og friðindum held- ur en að skrúfa launin upp. En nefndin, launanefndin, taldi ]>að ekki hlutverk sitt eða í sínum verka- hring. að skipta sér af sliku, og er það þvi stéttarfélagsins. að reyna að fá einhverju af því íramgengt." Til máls um þetta erindi Magn- úsar tóku þeir Páll Sigurðsson og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.