Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 6

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 6
6 KRAFTUR Í byrjun aðventu hélt Kraftur sinn hefðbundna jólafund í Iðnó með tónlist, upplestri, jólahappdrætti, kakó og huggulegheitum. Sú nýbreytni var tekin upp að eldri Kraftsfélagar tóku sérstaklega á móti nýjum félögum fyrir fundinn og fjölgaði Kraftsfélögum nokkuð þetta kvöld. Samveran var hin allra skemmtilegasta, Gunnar Hansson las brot úr Dagbók rokkstjörnu og kvennatríóið Sopranos söng jólalög og lék á alls oddi. Actavis afhenti í fyrstu viku aðventu styrk til Krafts sem nam prentun á annarri útgáfu bókarinnar „Dagbók rokkstjörnu, þrjú mögnuð ár í lífi fallins flugstjóra“ eftir Atla Thoroddsen. Áður hafði Icelandair styrkt útgáfu bókarinnar með kaupum á bókinni handa starfsfólki sínu. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur beint til Krafts og verður stofnaður verkefna- og stuðningssjóður á afmælisdegi Atla þann 29. maí næstkomandi. DeSeMber icelanDair og actaviS StyrKtu útgáfu bóKar

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.