Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 17

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 17
17KRAFTUR Kraftur hefur boðið upp á matreiðslunámskeið sem byggir á uppskriftum úr bókinni Bragð í baráttunni - matur sem vinnur gegn krabbameini. Krabbameinsfélagið Framför hafði frumkvæði að útgáfu bókarinnar sem er aðgengileg, litrík og listilega hönnuð. Bragð í baráttunni hefur að geyma ýtarlega umfjöllun um ýmis hráefni í matargerð sem talið er að geti unnið gegn myndun krabbameina. Námskeiðin eru liður í forvarnarstarfi Krafts og hafa verið mjög vel sótt en þar er veitt fræðsla og eldað upp úr bókinni en umsjón hefur Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka). Á dögunum hélt Kraftur norður og í samvinnu við Krabbameinsfélag Akureyrar var haldið vel sótt matreiðslunámskeið. Sjónvarpsstöðin N4 birti langt og fróðlegt viðtal við Þorbjörgu Ingvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, undir yfirskriftinni Matur og krabbamein. Viðtalið má nálgast á vefsíðunni www.n4.is. Á næstu vikum mun Kraftur halda matreiðslunámskeið og fundi á Akranesi og Reyðarfirði í samvinnu við aðildarfélög Krabbameinsfélags Íslands, fylgist vel með tilkynningum um þau á vefsíðu Krafts, www. kraftur.org. Í framhaldi af útgáfu bókarinnar Dagbók rokkstjörnu hefur fjölskylda Atla Thoroddsen ákveðið að setja á laggirnar verkefnasjóð á vegum Krafts, í minningu Atla. Á sjóðurinn að vera góðgerðasjóður með það að meginstefnu að hvetja ungt fólk með krabbamein til athafna og frumkvæðis við skapandi verkefni sem þeim eru hugleikin. Sérstaklega verður horft til þess að þegar einstaklingi er kippt út úr sínu daglega lífi, og verður skyndilega einstaklingur í krabbameinsmeðferð, kviknar oft áhugi og neisti til að láta gott af sér leiða. Þá verður það tilgangur sjóðsins að aðstoða viðkomandi við að koma hugmyndum sínum í farveg. Þannig stuðli sjóðurinn að uppbyggingu einstaklingsins á óbeinan máta þar sem viðkomandi fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Thoroddsen verkefnasjóðurinn verður formlega stofnaður 29. maí 2010, á afmælisdegi Atla sem fæddur var árið 1970. bragð Í baráttunni tHoroDDSen verKefnaSjóður KraftS C80 M0 Y63 K75 C0 M30 Y100 K0 R34 G70 B53 R234 G185 B12 #224635 #eab90c PANTONE 560C PANTONE 130C SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN SÍMI: 515 1700 | WWW.XD.IS C M Y CM MY CY CMY K Lingás 11 - 220 Garðabæ - Sími: 571 0712 LÉTTFETI EHF – SENDIBÍLL ENGIHJALLA 1 200 KÓPAVOGUR SÍMI : 897 4993 LINDI EHF KETILSBRAUT 13 640 HÚSAVÍK

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.