Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 19

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 19
19KRAFTUR nýtt fólK Í Stjórn KraftS hARpA víðisdóTTiR Fjölskylduhagir: Skemmtilegir Staða: Sitjandi Tengsl þín við Kraft: Hef brennandi áhuga á málefninu. Hvaða fjögur orð lýsa þér best? Kraftur, óþolinmæði, fljótfær, félagslynd Af hverju ertu stoltust? Englunum mínum Hver eru bestu ráð sem þér hafa verið gefin? Gerðu 1% betur í dag en í gær. dóRóTheA jónsdóTTiR Fjölskylduhagir: Ólst upp í Breiðholti en flutti norður í land fyrir 6 árum síðan. Bý nú rétt sunnan við Akureyri í litlu hverfi við Hrafnagilsskóla. Á tvo orkubolta 7 ára og 9 ára sem njóta sín svo sannarlega í sveitaloftinu. Staða: Tölvunarfræðingur í tímabundnu starfi sem verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Tengsl þín við Kraft: Sit nú sem varamaður í stjórn Krafts en hef fylgst með starfinu frá upphafi Hvaða fjögur orð lýsa þér best? Lífsgleði – framkvæmdasemi – grúskari – lærdómsfýsni. Af hverju ertu stoltust? Stoltust er ég af flottu strákunum sem ég á. Hver eru bestu ráð sem þér hafa verið gefin? Að ekkert ráð er hið eina rétta og sérhver finnur sínar lausnir með tilliti til eigin reynslu og annarra. hLín RAFnsdóTTiR Fjölskylduhagir: Einhleyp Staða: Framhaldsskólakennari Tengsl þín við Kraft: Greindist með Non-Hodgkins sem unglingur, hef verið viðloðandi starf Krafts nánast frá upphafi á einn eða annan hátt. Hvaða fjögur orð lýsa þér best? Jarðbundin, lífsnautnaseggur, forvitin, hreinskilin. Af hverju ertu stoltust? Til dæmis því að njóta lífsins. Hver eru bestu ráð sem þér hafa verið gefin? Stattu með sjálfum þér. UnnUR GUðRún páLsdóTTiR Fjölskylduhagir: 1 eiginmaður, 2 synir, 2 kettir Staða: Síbreytileg en aldrei kyrrstaða Tengsl þín við Kraft: Jákvæða dugmikla fólkið sem stofnaði Kraft dró mig að félaginu - einlæg löngun mín til að stuðla að betra lífi krabbameinsgreindra heldur mér þar. Hvaða fjögur orð lýsa þér best? Kraftur - ólga - þrautseigja - bjartsýni Af hverju ertu stoltust? Palla, Jakobi, HaPP-i, og Magga mínum - líka Soffu snilla, mömmu duglegu, pabba Reykás, Ernu úrræðagóðu og öllu frábæra fólkinu sem ég fæ að hafa næst mér Hver eru bestu ráð sem þér hafa verið gefin? Fjárfestu í því sem hvorki mölur né ryð fær grandað - góðum endurminningum.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.