Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 4

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 4
4 KRAFTUR Málþing Kraftur varð 10 ára þann 1. október og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt. Efnt var til málþings með fyrirlestrum í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar og var troðfullur salur af fólki mættu til að hlusta á skemmtilega og mjög áhugaverða fyrirlestra. Fundarstjóri var Sólveig Arnarsdóttir, systir Guðrúnar Helgu heitinnar sem var einn stofnenda Krafts og hélt faðir þeirra, Arnar Jónsson, ákaflega fallega hugleiðingu aðstandanda sem hefur þurft að horfa á eftir ástvini af völdum sjúkdómsins sem við þekkjum alltof vel. Þá hélt Páll Matthíasson, geðlæknir, skemmtilega tölu um hamingjuna og jákvæða nálgun á tilveruna, sem getur nýst öllum í daglegu lífi. Einnig kynntu Finnbogi R. Þormóðsson og Vala Ingimarsdóttir fyrirtækið ValaMed sem sérhæfir sig í lyfjanæmisprófum á krabbameinsfrumum til að auka líkur á góðum árangri lyfjameðferða. Lukka Pálsdóttir, Kraftsfélagi, hélt fyrirlestur sinn um mataræði og krabbamein og Ragnheiður Alfreðsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar, kynnti margvíslega starfsemi hennar og mikilvægi upplýsingaflæðis og ráðgjafar til fólks sem er í eða hefur nýlega lokið krabbameinsmeðferð.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.