Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 14

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 14
14 KRAFTUR Vífill Gústafsson er 22 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann býr í foreldrahúsum og á 2 ára dóttur, Efemíu Britt, sem dvelur reglulega hjá honum. Við notum eyðu í stundatöflu Vífils til að hittast á Háskólatorgi en hann er mjög upptekinn ungur maður og ekki að sjá að hann sé nýlega búinn að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Vífill er þó einn þeirra íslensku karlmanna sem fengið hafa krabbamein í eistu en hann greindist í júlí á síðasta ári. hRöð ATbURðARás „Ég fann að hægra eistað hafði harðnað, var búið að vera eitthvað skringilegt í tvær vikur. Eina helgina var ég að rúnta með vinunum og sagði við þá „Strákar, ég held að ég sé kominn með krabbamein“ og ræddum við um að ég yrði að láta tékka á þessu. Mánudaginn eftir fór Vífill til heimilislæknis sem grunaði strax að um krabbamein væri að ræða og sendi Vífil samdægurs í ómskoðun þar sem grunurinn var staðfestur svo greiningin gekk mjög hratt fyrir sig. „Þá var talað um að skera mig á föstudeginum en ég frestaði aðgerðinni um viku því ég vildi setja sæði í frystingu, til öryggis. En svo var ég bara skorinn, hægra eistað fjarlægt og sílíkoneista sett í staðinn“ segir Vífill og bætir því við að fyrstu dagana eftir aðgerðina hafi verið mikil veðurblíða svo hann hafi bara notið sumarsins og legið í sólbaði meðan hann jafnaði sig. Hann var svo mættur aftur í vinnu viku eftir aðgerðina. Svo gekk lífið sinn vanagang það sem eftir var sumars, Vífill skellti sér á Þjóðhátíð í Eyjum og leið í raun eins og ekkert hefði gerst. Sumir kunningja hans vissu ekki einu sinni að hann hefði fengið krabbamein þar sem veikindafríið var mjög stutt og ekki hægt að sjá neitt utan á Vífli. eKKi búið enn Seint í ágúst komu þó meinvörp í eitlum í ljós og því þurfti Vífill einnig að fara í lyfjameðferð. „Það var náttúrulega leiðinlegt að heyra það en ég er frekar jákvæður maður og ákvað að líta bara á þetta sem verkefni sem ég yrði að klára. Maður verður að vera hæfilega kærulaus þegar svona kemur Maður verður að vera Hæfilega KærulauS Texti: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Myndir: Matthías Árni Ingimarsson

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.