Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 10

Kraftur - 01.05.2010, Blaðsíða 10
10 KRAFTUR Miklu fargi er af fólki létt þegar ljóst er að baráttan við krabbamein hefur sigrast. Fjöldi krabbameina á Vesturlöndum hefur farið hækkandi og meðferðarrúrræðum fleygt fram sem þýðir að sífellt fjölgar í hópi þeirra einstaklinga sem hafa lifað af krabbameinsmeðferð. Baráttan er oft löng og ströng og því ekki að undra að ummerki hennar séu talsverð. Meðferðin tekur sinn toll, örin geta verið líkamleg og andleg og margir lifa með afleiðingum krabbameinsins um ókomin ár. Þær afleiðingar sem fólk býr við eru margþættar og ólík meðferðarúrræði bera með sér mismunandi afleiðingar. Bæði skurðaðgerðum og lyfjameðferðum geta fylgt vitsmunaleg vandamál, kynlífsvandi og ófrjósemi en frekari útlistun á afleiðingum meðferðarforma eru eftirfarandi: Skurðaðgerðir: • Ör • Sogæðabólga • Hreyfiskerðing • Vandi við að nærast • Aflimun • Verkir • Tilfinningalegt álag ef fólk er meðvitað um líkamlegar breytingar- jafnvel þótt breytingarnar séu ekki öðrum sýnilegar. Lyfjameðferðir: • Þreyta • Snemmbúið breytingaskeið • Ófrjósemi • Veikindi tengd hjarta- og /eða lungnastarfsemi • Nýrna og þvagvandamál • Taugaskemmdir, dofi og kitl í ákveðnum svæðum líkamans. • Vöðvarýrnunun • Beinþynning • Breyting á áferð og útliti hárs og nagla • Meinvörp og endurkoma krabbameins Geislameðferð : • Ský á auga • Langvarandi hárleysi • Tannskemmdir • Skortur á tára- og/eða munnvatnsframleiðslu • Skjaldkirtilsvandamál • Áhrif á hormónaframleiðslu og heilaköngul • Hreyfiskerðing • Viðkvæm húð • Ristilsvandamál Algengar tilfinningar og áhyggjur í kjöfar krabbameinsmeðferðar eru reiði, ótti, sorg, leiði, þunglyndi, kvíði, óvissa um framtíðina, áhyggjur af verkjum og þreytu, líkamsímynd og af samböndum. Aðrar afleiðingar sem krabbameinsmeðferð kann að hafa í för með sér: • Erfiðleikar með vinnu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla • Breytingar á sambandi við maka, ástvini og samstarfsfólk • Vandi við að kaupa heilsu-og líftryggingar • Erfiðleikar við að tjá heilbrigðisfólki heilsufarsáhyggjur sínar • Fjárhagsáhyggjur • Mismunun á vinnustað Af ofantöldu má sjá að þótt að krabbameinið sé á bak og burt getur fólk þurft að eiga við ýmsa kvilla í kjölfar meðferðar sem hafa þó mismikil áhrif á líf þess. Fólk kann að upplifa vanlíðan og því dýrmætt að mæta skilningi á aðstæðum. Mikilvægt er að samfélagið létti undir með fólki eftir því sem kostur er á, til dæmis getur tilfallandi kostnaður við að viðhalda eða bæta heilsuástandið verið hár. Í það minnsta ættum við að fara varlega í að dæma bókina af kápunni því fæstir bera afleiðingar krabbameinsmeðferðar utan á sér. Við leituðum til nokkurra Kraftsfélaga til að heyra hvaða afleiðingar hefðu fylgt í kjölfar þeirra krabbameinsmeðferða. Hér fylgja tilvitnanir í svörin og svo lengri sögur tveggja kvenna sem hafa mátt reyna ýmislegt. ,,Ég er með töluvert minni orku en áður“ ,,Mig vantar ný föt því það vantar á mig fót!“ ,,Steragjafir höfðu áhrif á liðmót sem leiðir til hreyfiskerðingar“ ,,Krabbameininu fylgdi svefnleysi sem hefur valdið því að ég hef lent inná spítala oftar en einu sinni vegna þunglyndi, depurðar og tilgangsleysis.“ Guðný Kristrún Guðjónsdóttir, 31 árs: ,,Það sem ég hef þurft að fást við í kjölfarið á krabbanum hefur reynt meira á mig en krabbinn sjálfur. Fyrir utan að missa heyrn á hægra eyra þegar æxli í höfðinu var fjarlægt hef ég núna suð/hátíðnihljóð í báðum eyrum sem er afleiðing lyfja- og geislameðferðar. Auk þess er ég með hellu fyrir eyranu sem ég heyri með. langvaranDi og SÍðbúnar afleiðingar KrabbaMeinS Þegar heilsan er í húfi heildarlausnir fyrir lækningu, hjúkrun og endurhæfingu

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.