Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 12
68 L Æ K N A B L A Ð I Ð 39 mán. frá byrjun sjúkdóms- einkenna, og 23 mán. eftir fyrstu aðgerð. Þar sem geislað var eftir skurð, eru tilsvarandi tölur 49 mán. og 31 mán. Ef geislað var einnig fyrir skurð, lifðu þeir að jafnaði 61 mán. frá byrjun einkenna og 41 mán. frá aðgerð. Til samanburðar má geta þess, að þar sem engin meðferð var viðböfð, lifðu sjúklingarnir 31 mán. að jafn- aði, frá byrjun einkenna. Ameriskir læknar eru ekki á einu máli um árangur geislun- ar. Sýnist svo sem tæknileg at- riði ráði miklu um árangur, og þá sérstaklega það, bve mikill geislaskammtur er gefinn. Schmitz (Am. J. Roentg. ’39) gerir grein fyrir 150 sjúkling- um. Slcurður eingöngu bafði verið gerður hjá helmingi þeirra, og var 5 ára „lækning“ 18%, hjá hinum, sem einnig fengu geislun, 37%. Um 5 ára skeið liafði liann eingöngu not- að röntgengeislun við Cancer mammæ, og eftir 4 ár voru 51,4% lifandi. Sjúkdómsgrein- ing var staðfest með smásjár- rannsókn. Höfundur notar mik- ið geislamagn. Pendergrass & Hodes (Am. J. Roentg. ’39) telja að einföld skurðaðgerð á æxl- inu gefi engu lakari árangur en radical operation. Sérstaklega má geta greinar- gerðar Evans & Leucutia, Harp- er Hosp., Detroit (Am. J. Roentg. ’39), en þeir bafa haft mikinn sjúklingafjölda, eða 1.200, árin 1922—’37.Evans&L. skipta sjúklingunum niður í 3 flokka, eftir meðferðinni: A, röntgengeislun og skurðað- gerð. B. röntgengeislun ein- göngu. C. afturkast eftir skurð- aðgerð og röntgengeislun síðar. Auk þess er greint á milh: I. staðbundið æxli. II. meinvarp í eitlum i holhönd. III. eitlar ofan viðbeins. IV. útbreiðsla um fremri liluta brjóstveggs, þ. e. lymfat. úlbreiðsla. V. fjarlægt meinvarp (bein, lungu). Geislað var aðallega postoperativt. 5 ára lifandi (af 830) 30%, en 10 ára 22% (af 434). Ef teknir eru saman þeir sjúklingahópar, sem höfðu staðbundið æxli og eilla í hol- liönd, og fengu skurðaðgerð og röntgengeislun í byrjun (AI-H), eru 50% lifandi eftir 5 ár og 42% eftir 10 ár. Meðalaldur þessara sjúklinga var 48 ár. — í þeim flokki, sem eingöngu fékk geislameðferð, en æxlisút- breiðsla sú sama (BI—II), er meðalaldur 62,5 ár. Af þeim lifðu 60% eftir 5 ár, en 50% eft- ir 10 ár. Sjúklingafjöldi er lítill i þessum flokki. Horfur eru til- tölulega góðar hjá þeim, vegna þess að æxlið er hægfara. Þeir fá þess vegna eingöngu röntgen- meðferð, enda eru þeir oft lítt liæfir fyrir skurðaðgerð. Höf. benda á, að réttara sé að greina, hve margir sjúklingar lifa eftir visst árabil, heldur en að tala

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.