Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 16
72
LÆKNABLAÐIÐ
eiga auk þcss í meiri og minni
erfiðleikum, vegna húsnæðis-
vandræða í bænum. — Fullkom-
in lausn á þessum vandkvæðum,
sem raunar snertir fleiri sjúk-
linga en þá, sem hér um ræðir,
fæst ekki fyrr en röntgendeild-
in ræður sjálf yfir sjúkrarúm-
um, sem hún þarfnast. Þangað
til það getur orðið, þarf að sjá
svo um, að sjúklingarnir eigi
kost á sjúkrahússvistsíðarihluta
geislunartímans, áður en skurð-
aðgerð er framkvæmd. Eftir að
geislun er lokið, er oft ráðlegt
að híða 3ja vikna tima, meðan
húðbreytingar eru að jafna sig,
og æxlið að hjaðna. Ef sjúk-
lingar eru annars hressir, getur
verið ónauðsynlegt að þeir séu
í sjúkrahúsi allan timann. —
Sennilega gæti stundum verið
hagkvæmt að skipta geisla-
skammtinum, ef þannig mætti
stytta hiðtímann fvrir skurð-
aðgerð.
Geislun eftir skurð má byrja
eftir nokkrar vikur, eða þegar
sár eru að mestu gróin. — Með-
ferðinni verður mjög að haga
eftir ástandi hvers sjúklings,
eins og áður var minnst á. T. d.
getur stundum verið heppilegt
að sameina staðhundna skurð-
aðgerð á aðalæxlinu og rönt-
gengeishm.
Ef vafi leikur á um það, hvort
æxli sé illkynjað, sýnist rétt að
lalca það fyrst, og geisla síðan,
ef það reynist illkynjað við smá-
sjárrannsókn. — Sumir vilja
alltaf fá slika rannsókn
(„aspiration biopsy“) eða próf-
excisio, fyrir operation, til
staðfestingar á sjúkdómsgrein-
ingu og athugunar á tegund æxl-
isins, en þau eru mismunandi
viðkvæm fyrir röntgengeislum.
Ráðlegt er að gera röntgen-
sterilisation á konum, sem eru
farnar að nálgast klimakterium.
Talið er að það dragi úr vexti
æxlisins. Auk þess getur geislun
eggjastokka liaft bætandi áhrif,
ekki sízt þar sem komið er
meinvarp í bein.
Að lokum er eitt atriði enn,
en það er eftirlit og eftirgrennsl-
an um þá sjúklinga, sem liafa
verið í lækningu. Nauðsynlegt
er að þeir komi til athugunar
með vissu millibili, og séu skoð-
aðir af skurðlækni og geisla-
lækni. Með því móti má hefjast
lianda fyrr en ella, ef afturlcast
gerir vart við sig. Auk þess er
það uppörfun fyrir læknana og
eykur kunnáttu þeirra, að fylgj-
ast með því, livern árangur
lækningarnar bera. Slikt eftirlit
þarf að vera í föstum skorðum,
og sjúklingarnir að koma, fyrst
á nokkurra mánaða, síðar %
árs og árs fresti, eftir því sem
nauðsyn þætti bera til. Sjúk-
lingar utan af landi geta stund-
um ekki átt heimangengt á til-
settum tíma, og mætti bæta úr
því með skriflegri greinargerð
um sjúkdóminn frá viðkomandi
lækni.