Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 15
L Æ K N A B L A Ð I Ð
71
kast eftir skurðaðgerð (C-
flokkur). 12 þeirra liöfðu eitla-
bólgur ofan viðbeins eða á bálsi,
9 voru með meinvarp í lungum
eða beinum. í þessum lióp er
einn karlm., 42 ára verkam.,
sem féltk æxli í bæði brjóstin,
með árs millibili, og bafði ver-
ið gerð amputat. mammæ bilat.
Hann liafði meinvarp í lungum.
Aðeins 3 sjúkl. voru með stað-
bundið afturkast eingöngu, og
var eitt talið sarkmein. Einn
sjúkingur var með útbreitt
meinvarp í búðinni og brjóst-
veggnum.
Af þessu yfirliti er Ijóst, að
sjaldnast er gefin geislun í
byrjun jafnframt skurðlækn-
ingu. Af 37 sjúklingum, sem
fengu skurðlækningu, eru að-
eins 12 (32,4%) jafnframt rönt-
gengeislaðir. Hinir koma í geisl-
un með afturkast, vanalega i
eitlum eða lungum og beinum.
Geislun er þar palliativ meðferð,
sem vissulega fær oft nokkru á-
orkað um bata og betri liðan
sjúklinganna um tíma. Seinustu
árin liafa þó nokkru fleiri
sjúklingar komið i prævenliv
geislameðferð.
Þess er ekki að vænta, að
hæg't sé að draga nokkrar álykt-
anir um bættar bataborfur al-
mennt, af þeim 12 sjúklingum,
sem fengu röntgengeislun þegar
i byrjun, jafnframt skurðlækn-
ingu, fram til ársins 1941. Hóp-
urinn er of fámennur, og tíminn
stultur frá meðferðinni. Svo er
bitt, að um eftirgrennslan er lítt
að ræða, svo að ekki er alltaf
vitað um ástand eða afdrif
sjúklinganna. Hinsvegar sýnist
árangur frá stærri geislalækn-
ingastöðvum benda eindregið
lil þess, að sameinuð geisla- og
skurðlækning gefi bezta von um
bata, að svo miklu leyti sem
banri erfáanlegur. Vafalaustbef-
ir það mikla þýðingu, bvernig
geislameðferð er framkvæmd.
Þeir sem lýsa beztum árangri,
gefa allkröftuga geislun.
Af því sem sagt befir verið
virðist ljóst, að við eigum að
leggja áberzlu á það, að rönt-
gengeislun sé viðhöfð þegar í
byrjun, jafnframt skurðaðgerð,
við cancer mammæ. Til þess að
þetta megi verða, þarf að vera
samvinna milli skurðlækna og
geislalækna.
Hvort geislað er fvrir eða eftir
skurðaðgerð, eða hvorttveggja,
getur nokkuð farið eftir aðstæð-
um liverju sinni. Æskilegt er,
að sjúklingar séu geislaðir fyrir
skurðaðgerð, þegar því verður
komið við. Venjan er sú, að þeir
komi ambulant í meðferð, og
má gera ráð fyrir 3ja vikna
tíma. Sumir þola geislana vel,
en því er ekki að leyna, að öðr-
um sjúklingum revnist þetta
nokkuð erfitt, sérstaklega þegar
fer að liða á geislameðferðina.
Sjúkrarúmin eru binsvegar of
fá, og þvi er þetta látið baslast,
oft lengur en góðu liófi gegnir.
Þeir, sem koma utan af landi,