Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
73
Próf. Sigurður Magnússon
IN MEMORIAM.
Hann andaðist í Landakots-
spitala þ. 20. júlí 1945, eftir
stutta legu. Með honum er fall-
inn í valinn einn liinn þekkt-
asti læknir þessa lands og fyrsti
merkisberi í baráttunni gegn
berklaveikinni hér á landi.
Próf. Sigurður var fæddur
24. nóv. 1869. Hann lauk lækna-
prófi við Hafnarháskóla 1901.
Veturinn 1901—2 var hann sett-
ur kennari við læknaskólann
hér. Árin 1902—7 dvaldi Sig-
urður við framhaldsnám í Dan-
mörku, bæði á almennum
sjúkrahúsum og heilsuliælum.
Starfaði sem. læknir í Reykja-
vík 1907—9, en fór þá utan til
að búa sig undir að veita Víf-
ilsstaðahæli forstöðu. Tók hæl-
ið til starfa árið eftir, 5. sept.
1910, og gegndi Sigurður fvrst
læknisstörfum þar og síðan yf-
irlæknisstörfum, fram til árs-
ins 1939, eða um tæpra 30 ára
skeið.
Sigurður Magnússon varð
sjálfkjörinn fyrsti læknir þess-
arar stofnunar. Ber það ljóst
vitni því trausti, er borið var
til lians og menntunar hans.
Hér skal eigi gerð tilraun til
að rekja nákvæmlega stjórn
hans og læknisstarf við þessa
stófnun í tæpa þrjá áratugi.
Alþjóð er þetta löng'u kunnugt.
En Iiins skal getið, sem og al-
kunnugt er víða um lönd, að
fáar munu þær lieilbrigðis-
stofnanir, er krefjast öruggari
stjórnar en stór berklaheilsu-
Iiæli, er hýsa bæði konur og
karla. — Ilinn langvinni sjúk-
dómur getur stundum haft
sljófgandi áhrif á skapgerð
manna og orðið þess valdandi,
að þeir gefi tilfinningunum
lausan tauminn. Slikri hættu
er aðeins bægt í burt með
stjórnsemi og góðu samstarfi
hjúkrunarfólks og sjúklinga.
Og þegar þess er gætt, að hér er
um að ræða eina hina fyrstu
stofnun hérlendis, er krafðist