Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 22
78 L Æ K N A B L A 1) I Ð flokki er telja iná lil kjarn- fæöu að viðbæltum þ(?im mat- vælum, sem nægilegt var til a. og því ekki skömmtuð. En til frekari tryggingar voru gerðar ráðstafanir til þess að fytgjast með daglegu fæði og lieilsu- fari fjölda fólks, svo að sem fyrst yrði vart ef eitlhvað bæri útaf, og' bælt yrði úr eftir föiig- um. Slíkar rannsóknir voru framkvæmdar á sama liátt og tíðkast hefur áður þegar um það liefur verið að ræða að afla vitneskju um mataræði fólks og heilsufar, og voru þær víða allumfangsmiklar. Margar þjóðanna liöfðu ekki aðstöðu til þess að sinna frek- ari rannsóknum en þeim, að fylgjast með því, sem að þeim var rétt og atliuga áhrifin á lieilsufarið, en annars staðar var jafnframt lögð áherzla á allskonar tilraunastarfsemi og það i enn ríkara mæli en á friðartímum. Eldistilraunir liafa liingað til svo að segja eingöngu verið gerðar á dýrum, svo sem rott- um, músum, naggrísum o. f 1., og þóll margt hafi mátt af þeim læra um manneldi, er því ekki að neita að oft hafa þær leitt menn á villigötur, því að margt er ólíkt með þörfum þessara dýra og manna og hefur þess ekki ávallt verið gætt sem skyldi. A þetta ekki livað sízl við um vitaminrann- sóknir. Vaneldistilraunir liafa sjald- an verið framkvæmdar á mönnum og það har þvi til ný- lundu, er slikar tilraunir voru gerðar i Englandi á styrjaldar- árunum á álitlegum liópum sjálfhoðaliða. Var markmið þessara tilrauna að athuga, hversu menn þyldu skort vita- minanna A eða C. Sjálfhoðalið- arnir voru ungt fólk á her- skyldualdri og var þessi þjón- usta þeirra talin jafngilda her- þjónustu. Tilraunirnar fóru fram í Sheffield undir stjórn nefnda, er störfuðu á vegum Medical Researcli Council, en ýnisar rannsóknir í sambandi við Jiær, svo sem hlóðrann- sóknir o. fl., voru framkvæmd- ar á rannsóknarstofum víðs- vegar annars staðar í Englandi. Skal nú greint nokkru nánar frá tilhögun þessara rann- sókna og nokkru af niðurstöð- um þeirra. A-vitaminsnautt fæði. A-vita- mintilraunirnar náðu til 23 sjálfboðaliða (20 karla og 3 kvenna) og' stóðu yfir frá júlí 1942 lil okt. 1944. Allir fengu sama fæðið, sem var með öllu A-vitamin- og karotinsnautt eða eftir því sem verða mátti, en fullgilt að öðru leyti. 7 af hópnum fengu nú dag- lega A-vitamin eða karotin, sumir þeirra 2500 A.E. af A- vitamini en hinir 5000 A.E. sem karotin. Var því haldið áfram i 6y2—22 mánuði og varð ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.