Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 24
80 LÆKNABLAÐIÐ þessum rannsóknum stjórnaði, að með 2500 A.E. af A-vítamíni eða 5000 A.E. af karotíni, ætti að vera vel séð fyrir dagleg- um þörfum fullorðinna. Enn liefur ekki verið gefin út lieildarskýrsla um Jæssar merkilegu rannsóknir, en stutí yfirlit um lieildarniðurstöður var birt í Nature 19^5, 156, 11, og er hér að mestu stuðzt við það. C-vítamíntilraununum var hagað á líkan hátt. Sjálfhoða- liðarnir voru 20, og var þeim í upphafi skipt i 3 flokka. Fyrsti flokkurinn (3 menn) fékk, auk C-vítaminsnauða fæðisins, 70 mg. af C-vítamíni (askorbin- sýru) á dag. C-vítamín í plasma þeirra var venjulega um 0,7— 0,8 mg./lOO cc. í öðrum flokknum voru 7 manns, og fengu þeir allir fyrstu 8 mánuðina 10 mg. af C-vít. á dag. Eftir ca. 80 daga var C-vit. liorfið úr plasma flestra þeirar, en engin „klin- isk“ merki fundust um C-vita- minskort. Að 8 mánuðum liðn- um var skammtur fjögurra liðsmannanna í þessum flokk lækkaður í 5 mg., en hinir liéldu sínum fyrra skannnti (10mg.), voru þeir ekkert farn- ir að láta á sjá eftir 14 mán- uði (frá byrjun), en þeir, sem minni skammtinn fengu, voru á takmörkum þess að fá skyr- bjúg. Þriðji flokkurinn -— 10 manns — fékk ekkert C-víta- mín (endurteknar rannsóknir á fæðinu, sem átti að vera al- veg C-vitamínsnautt, sýndu, að C-vítamínmagn þess komst aldrei hærra en sem svaraði 1 mg. á mann). C-vítamín var að jafnaði liorfið úr plasma þeirra eftir 60 daga. Skyrbjúg' fengu þeir flestir eftir ca. 6—8 mánuði, húðblæðingar, tann- holdsblæðingar o. s. frv. Enn hefur ekkert verið birt um þessar rannsóknir, en von er á ýtarlegri skýrslu bráðlega. Talið var vafasamt, að um raunverulegan vítamínskort þyrfti að vera að ræða, þótt ekkert fvndist af C-vítamíni í plasma, en C-vítamínmagn i hvítu blóðkornunum væri miklu' betri mælikvarði um C- vitamínbúskap manna. Júlíus Sigurjónsson. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í FélagsprentsmiíSjunni h.f.. Reykjavik. Simi 1640. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.