Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1946, Síða 19

Læknablaðið - 01.12.1946, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 153 Ca. 80% af öllum endurföllum á sér stað innan eins árs eftir meðferð, en það er ekki óal- gengt, að sjúklingar með ekki blæðandi ulcera fái afturkast 3 árum eftir sjúkrahúsmeðferð. Ég vil geta þess, að þessar niðurstöður eru byggðar á eft- irárannsóknum sjúklinga, sem liafa verið svo veikir, að orðið hefir að vista þá á sjúkraliúsi. Ef talin eru með öll þau ulcera, sem læknast utan sjúkrahúss, þá verður útkoman allt önnur. Amerískir höfundar telja, að 90—95% af öllum ulcera, sem valda einkennum, læknist til bráðabirgða af lyflæknismeð- ferð, og að 50—70% séu albata eftir 3—5 ár. Svipaðar tölur liafa verið birtar frá Evrópu. Það fyrsta, sem ráða verður við sig, eftir að sjúkdómsgrein- ingin er ákveðin, er hvort sjúkl- ingurinn megi vera á fótum eða hvort hann eigi að liggja, og þá, livort liann eigi að liggja heiina eða á sjúkrahúsi. A því er eng- inn vafi, að 3—4 vikna sjúkra- liúsvist er öruggasta aðferðin. En erfitt er að koma þessu við sökum rúmleysis að minnsta kosti hér á landi. Það er erfitt að gefa algildar reglur, þvi að taka verður lillit til margs. Sál- arástand sjúklingsins, lieimilis- ástæður og fjárhagsástæður varða miklu í hverju einstöku tilfelli. Ef ástæður leyfa, er óhætt að reyna meðferð án legu í 3—4 vikna tíma, ef um grunnt slímhúðarulcus er að ræða. Sama er að segja um verkjalítil ulcusendurföll, sem koma með löngu millibili. Mild- ar starfstruflanir og greinilegar geilar gera a. m. k. 3 til 6 vikna legu nauðsvnlega og oftast á sjúkrahúsi. Sjúklingar með sár, sem blæðir úr, hætta er á að eti sig gegnum maga eða skeifu- görn, svo og þau sár, sem valda þrengslum, þarfnast alltaf sjúkrahúsvistar. Það eru hin ekki blæðandi ulcera, sem verstar liafa bata- horfur. Hingað til liefir þess verið krafizt víðast hvar, að sjúklingar með slík ulcera fái a. m. k. þrisvar lyflæknismeð- ferð á sjúkrahúsi áður en ráð- izt er í að reyna skurðaðgerð við þá, og margir láta helzt ekki gera liana á sjúklingum innan við þrítugt. En úr því að bata- liorfur þessara sára eru ekki betri en raun ber vitni, virðist vera kominn tími til þess að athuga, livort ekki er ástæða til að endurskoða þetta viðhorf gagnvart skurðaðgerðum, og það því fremur, sem árangur- inn af þeim má kallast mjög góður nú orðið. Helztu heimildarrit. 1. Faber, K.: Nordisk lærebog intern medicin, Ivliöfn, 1945. 2. Ihre, B. J.: Nordisk Medicin, 1946, 8:367. 3. Krarup, N.: Ugeskrift for læger, 1946, 2:23.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.