Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1947, Side 6

Læknablaðið - 15.08.1947, Side 6
B8 við doktorsritgerð unisækjanda (f rá Kaupman n aliaf n arh á- skóla 1941), þar sem hann lýs- ir sjálfstæðri og frumlegri rannsóknaraðferð og notum sem menn hafa af henni við ýmsa sjúkdóma. Ritgerðin er mjög vönduð og lýsir þroskuð- um og sjálfstæðum vísinda- manni. Ritgerðin um brjósthimnu- bólgu er veigalítil frumsmíð umsækjanda. Greinin um lieilabólgu hjá hettusóttarsjúkl. er mjög fróð- leg og greinargóð ritgerð. Ritgerðin um sarkmei n er samvinnuritgerð með mjög kunnum krabbameinssérfræð- ingi. Sýnir umsækjandi þar að hann hefur fengið mikla æf- ingu í tækni við vísindalegar rannsóknaraðferði r. Greinin um árangur af maga- sársmeðferð (á Landspítalan- um) er góð svo langt sem hún nær, en efniviður lítill. Frumdrög að rannsóknum á farsótt þeirri er geisaði í Reykjavík síðastl. vetur. Rann- sóknirnar eru ekki fullgerðar ennþá. Greinin um meðfædda hjarta- sjúkdóma er afbragðsgóð, hef- ur hagnýta þýðingu fyrir lækna. í lienni liggur mikil og vönduð vinna. Grcinin um „geymt blóð“ er fróðleg og Iief- ur Iiagnýtt gildi. Að þessu þannig athuguðu, telur nefndin einróma, að Ósk- LÆKNABLAÐIÐ ar Þórbergur Þórðarson sé hæfur til þess að gegna pró- fessorsembætti i lyflæknis- fræði við Háskóla íslands. Sigurður Sigurðsson. Ritgerðir umsækjanda eru allar um berklaveiki, nánar tiltekið lungnaberkla. Fjórar þeirra eru smærri ritgerðir en aðalritið er handrit: „Um berklaveiki á lslandi“, áætlað- ar 200 bls. prentaðar. í þessu riti er samankominn geysimikill fróðleikur um út- breiðslu þessa sjúkdóms hér á landi að fornu og' nýju og' er þetta mjög ýtarlega framsett, með miklum töflum og ná- kvæmum útreikningum. Ritið byggist á margra ára vinnu og' rannsóknum á rúmum helmingi landsmanna í sveit- um og bæjum. Ritið ber vott um mikla skipulagshæfileika, framúr- skarandi dugnað og' þroska i dómum. Að þessu þannig athuguðu, telur nefndin einróma, að Sig- urður Sigurðsson sé hæfur til þess að gegna prófessorsem- bætti í lyflæknisfræði við Há- skóla íslands. Jón Ilj. Sigurðsson. Jón Steffensen. Helgi Tómasson. Valtýr Albertsson. Björn Gunnlaugsson (sign.)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.