Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1950, Side 15

Læknablaðið - 15.04.1950, Side 15
L Æ K N A B L A Ð I Ð 5 Ég hygg, að félagiö hafi ekki brugðizt peim vonum, sem hœgt var að gera sér um það. En ég hygg, að í framtíðinni eigi verkefni þess eftir að breyt- ast. Þegar L. R. var stofnað, var þjóðfélag okkar á tiltölulega frumstæðu félagslegu þróunar- stigi. Sjúkdómarnir höfðu tals- vert aðra félagslega þýðingu en nú. Það virtist þá oft ekki muna svo mikið um, þó einn maður félli frá, um lengri eða skemmri tíma. Heimilin voru svo mann mörg, að þegar gekk maður í manns stað. Um fé- lagsheimili þjóðarinnar átti sama við. Það hafði ekki svo mörg verk, sem vinna þurfti, að vandfundinn væri maður til hvers starfs. Og ef eitthvað út- af brá, hljóp þegar maður í skarðið. Nú horfir þetta öðruvísi. Fá heimili mega við því, að einn úr fjölskyldunni fatlist eða falli frá. Þjóðfélagið sjálft hefir nú svo mörg járn í eldinum, að tæplega er til sá maður, sem ekki þarf að gæta fleiri járna en eins, og sumir margra. Þjóð- arbúið verður oft að láta sér nægja menn, sem hafa nasa- sjón af mörgu, fremur en grund vallarþekkingu á fáu. Bregðist einhver á búinu, þá er oft vand- fundinn maður í hans stað, og margt getur farið aflaga við mannaskipti eða forföll. Af þessum sökum hafa sjúk- dómar nú allt aðra og víðtæk- ari þýðingu en fyrir svo sem hálfri öld. Það viðhorf, sem skapast af þessu, er nauðsynlegt að lækn- arnir geri sér ljóst. Þjóðfélags- leg ábyrgö lækna nútíðarinn- ar og framtíðarinnar er ennþá meiri en hún var áður. Lœknafélagið — L.R. — áað hafa frumkvæðið um próunina á nœstu árum í heilbrigðismál- um að þessu leyti. — Hin félagslega framvinda hefir ekki þær einu afleiðing- ar, að þýðing sjúkdómanna er víðtækari en áður — hún veld- ur einnig stundum sjúkdómum og vanlíðan. Maðurinn er fé- lagsvera, en til þess að um- gangast aðra, verður hann oft að aðlaga sig þeim, oft „að brjóta odd af oflæti sínu“, en slíkt veldur vanlíðan, — ó- þreyju, sem leitar útrásar, með góðu eða illu. Því flóknara sem þjóðfélagið verður, því minna svigrúm, sem einstaklingurinn hefir til þess að lifa lífinu eins og hann vill, því meiri há- spennu sem hann lifir við, því hættara er honum við að kikna undir sambúðinni við aðra — að verða veikur, grípa til nautnalyfja, drykkjufanga, skemmtana, ferðalaga, upp- reisnar, landflótta eða sjálfs- morðs. Læknafélagið — L. R. — á

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.