Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 18
8 L Æ K N A B L A Ð I Ð samlag, Tryggingarstofnun ríkisins, bæjarfélag, ríki eða aðra hliðstæða aðila, getur enginn félagi leyst sig undan þeim skyldum, sem deilan legg- ur félagsmönnum í L. R. á herð- ar, með því að segja sig úr fé- laginu. 6. gr. Stjórn félagsins skipa þrír menn, formaður, ritari og gjaldkeri, og 9 meðstjórnendur. Þeir skulu kosnir á aðalfundi, til þriggja ára í senn og má endurkjósa þá einu sinni, en enginn skal gegna sama starfi lengur en 6 ár samfleytt. Fé- lagar eru að jafnaði skyldir að taka við kosningu, en geta neit- að endurkosningu, er kjörtíma- bili lýkur. Árlega víkja þeir þrír með- stjórnendur, sem lengst hafa setið. Eftir 1 ár frá gildistöku þessara laga,víkja3 meðstjórn- endur samkvæmt hlutkesti. Eftir 2 ár aðrir 3 af þeim, sem upprunalega voru kjörnir. For- fallist maður úr stjórninni, til- nefnir stjórn og meðstjórn- endur mann í hans stað. Á síðasta reglulegum fundi fyrir aðalfund skal stinga upp á mönnum í stjórn og einnig meðstjórnendum. Stjórnin gæt- ir þess, að stungið sé upp á eigi færri mönnum en kjósa á, en sérhver félagsmaður hefir til- lögurétt. Þeir einir eru kjör- gengir, sem tilnefndir hafa ver- ið á þessum fundi. 7. gr. Óski stjórnin eða einstakir menn í henni að segja af sér, skal hún tilkynna það tveimur fundum fyrir aðal- fund. Óski félagsmaður að bera fram vantraust á stjórn- ina, skal það gert skriflega og undirritað af fjórðungi gjald- skyldra félaga að minnsta kosti. Stjórninni er skylt að taka vantraustið fyrir á félags- fundi innan þriggja vikna, enda sé til hans boðað samkv. ákvæðum 8. gr. um reglulega félagsfundi. 8. gr. Félagið heldur að jafnaði reglulegan fund annan mið- vikudag hvers mánaðar, frá október til maí, og aukafund þegar stjórnin telur þess þörf eða 10 félagar krefjast þess, samanber og 7. gr. Reglulega fundi skal boða skriflega með viku fyrirvara. í fundarboði skal geta dagskrár. Fundur er ályktunarfær um tilkynnt dag- skráratriði, ef hann er löglega boðaður og 14 gjaldskyldra fé- laga er mættur. Nú reynist fundur ekki ályktunarfær, og má þá boða til aukafundar um hin sömu mál. Þann fund má eigi halda fyrr en að viku lið- inni, nema alveg sérstaklega standi á, og er hann ætíð álykt-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.