Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 22
12 LÆKNABLAÐIÐ skyldum, sem honum ber a5 inna af hendi samkv. samningi L. R. við einhvern aðila t. d. sjúkrasamlag eða tryggingar- stofnun, eða brýtur lög félags- ins eða codex ethicus, og veitir stjórnin honum þá áminningu eða gerir honum að greiða sekt, er nemi 100—1000 kr. til Ekknasjóðs, sé um ítrekað brot að ræða. Sama máli gegnir ef félagsmaður aðhefst eitthvað það, er stjórninni þykir félag- inu ósamboðið, þótt ekki sé skýlaust brot á lögum félagsins eða codex ethicus. Slíkum úr- skurðum stjórnarinnar má skjóta til gerðardóms L. R. enda sé það gert innan tveggja vikna. Stjórnin getur vikið félags- manni úr félaginu fyrir alvar- lega vanrækslu skyldustarfs eða velsæmisbrot eða fyr- ir margítrekuð brot, þótt hvert um sig varði aðeins sektum, ennfremur ef hann neitar að greiða sektir. Úrskurð stjórn- arinnar um brottvikning skal taka fyrir á næsta reglulegum fundi til staðfestingar eða synjunar. Staðfesti fundurinn úrskurð stjórnarinnar, getur sakborningur skotið máli sínu til gerðardóms L. R. 19. gr. Félagsmenn mega ekki taka að sér læknisstörf fyrir minna endurgjald en ákveðiö er í gjaldskrá félagsins og sam- þykktum, en gefa mega þeir vinnu sína, ef sérstaklega stendur á. Félagsmenn mega ekki sækja um eða taka við embætti eða stöðu, nema stjórn L. R. hafi viðurkennt launakjör, starfs- skilyrði og starfssvið, enda hafi staðan verið auglýst með minnst 4 vikna fyrirvara í Læknablaðinu, eða á annan fullnægjandi hátt. 20. gr. Á aðalfundi skal kjósa skriflega 3 menn og 3 varamenn í gerðardóm til þriggja ára. Stjórn og meðstjórnendur eru ekki kjörgengir. Gerðardóms- menn velja formann úr sínum hópi fyrir kjörtímabiiið. Til gerðardóms má skjóta ágreiningsmálum milli ein- stakra félagsmanna, svo og málum samkv. 18. gr. Kærur til gerðardóms skulu skriflegar og sendar formanni. Hvor málsaðili getur krafizt þess, aö einn dómari víki sæti, og skal hann þá senda dómn- um skriflega kröfu um það. Tekur þá varamaður sæti hans í dómnum. Gerðardómur get- ur vísað máli frá, en að öðrum kosti skal hann stefna málsað- ilum eða fulltrúum þeirra fyrir sig innan 10 daga. Hann getur yfirheyrt málsaöila, leitað upp- lýsinga og leitt vitni eftir þörf- um. Rétt er og skylt að leita

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.