Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1950, Page 24

Læknablaðið - 15.04.1950, Page 24
14 LÆKNABLAÐIÐ á það, eftir aö ég hafSi kynnt mér málavöxtu, en áskildi mér þó rétt til að skýra frá því, hvernig þátttaka mín í bók þessari væri til komin. Kvaðst útgefandi og mundu tala við aðra þá lækna, er líkt kynni að vera ástatt um, en hve margir þeir hafa verið veit ég ekki. Þannig er þá til útgáfunnar stofnað, að tíndar eru saman ritgerðir, er birzt hafa á víð og dreif í dagblöðum eða tímarit- um og ekki hirt um þaö, hvort höfundunum líkar betur eða ver. Þess er ekki einu sinni get- ið, hvar og hvenær ritgerðirnar hafa verið birtar áður, og gætu því þeir, sem ekki þekkja til, ætlað að greinar núlifandi höf- unda væru beinlínis skrifaðar til birtingar í þessari bók. Svo má virðast, að upphafsmaður að þessu fyrirtæki og safnari hafi undir niðri ekki haft sem bezta samvizku, því hvergi er hans getið á titilblaði bókar- innar. Það skal tekið fram, að út- gefandi kvaðst engan þátt hafa átt í söfnun efnisins né hafa átt frumkvæði að útgáfunni og hefði sig ekki grunað, að þarna væri ekki allt með felldu. Hefi ég enga ástæðu til að vefengja þetta, en eigi aö síður hlýtur á- byrgðin að lenda á honum, enda var hann ekki að skorast undan henni. í áður nefndri auglýsingu virtist gefið í skyn, aö Guð- mundur Hannesson prófessor hefði verið frumkvöðull aö út- gáfu bókarinnar eða a. m. k. safnað efninu. Reyndar munu fáir þeirra, sem vita hvernig sumt af efninu er fengið, trúa því, að hann hafi verið þar að verki, en auk þess afsannar hann það rækilega í formálan- um. Þar segir m. a. svo: ,,Ný- lega kom til mín einn af lækn- um borgarinnar með stóran böggul undir hendinni og varp- aði honum á borðið .. . sagði komumaöur mér, að hér væri urn allmikla bók að ræða, úr- val af ýmsum ritgerðum eftir íslenzka lækna um allt milli himins og jarðar — og gott betur. Hann fór þess á leit við mig, að ég skrifaði stuttan for- mála að bók þessari . . . Lækn- irinn sagði eitthvað í þá átt, að mér myndi ekki verða skota- skuld úr því, kvaddi í snatri og hvarf inn í bílinn sinn“. Nú kann einhverjum að finn- ast, að meinlaust sé og ekki á- stæöa til að gera veður af, þó að ritgerðir, sem áður hafa birzt séu prentaðar á ný án leyfis höfunda. í bezta falli ber þó slíkt háttalag, sem hér ræð- ir um, vitni um fádæma skort á háttvísi og er sízt til eftir- breytni. Úr því, sem komið var, gat ég fellt mig við samkomulag það við útgefanda, sem Helgi Tóm- asson stofnaði til, er gott til þess að vita, að Ekknasjóður

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.