Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1951, Page 7

Læknablaðið - 01.08.1951, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 35 Almenn atriði. Tilgangur þessarar greinar t er að skýra i höfuðdráttum frá helztu svæfingarlyfjum og svæfingaraðferðum, sem nú tíðkast, þar sem vel er til svæf- inga vandað. Síðustu tíu til fimmtán árin hafa orðið marg- víslegar breytingar til bóta á tilhögun svæfinga. Ef benda ætti á hið markverðasta, yrði fyrst fvrir að gela hinnar full- komnu tækni við svæfingar með pentóþali og notkunar cu- rare i samhandi við svæfingar. Auk þess eru frásagnarverðar endurbætur á aðferðum við notkun eldri og þekktari svæf- ingarlyfja. Langflest lyf eru sem kunn- ugt er gefin í fyrir fram ákveðn um, mældum skömmtum. Öðru máli gegnir um svæfingarlyf. Svæfingum þarf að haga ná- kvæmlega eftir þörfum hvers einstaks sjúklings, og því er ekki unnt að ákveða fvrir fram, hversu stóran skammt svæfing- arlyfs skuli nota í hverju ein- stöku tilfelli. Þar kemur til at- hugunar eðli aðgerðarinnar, sem fyrir höndum er, svo og það, hvernig sjúklingurinn hi-egzt við því lyfi, sem notað er. Þar sem engir tveir sjúkling- ar eru eins i þessu lilliti og skammtur sá, sem nota þarf, i er venjulega svo mikill, að hann gæti auðveldlega orðið hættulegur, ef fyllstu varúðar væri ekki gætt, er ljóst, að eft- irlit með hverjum sjúklingi í svæfingu verður að vera mjög nákvæmt. Það hefir og sýnt sig, að enda þótt ákveðnum grundvallarreglum sé fylgt, eru aðferðir við svæfingar því nær eins margar og mismun- andi og mennirnir, sem beita þeim. Oft er spurt, hver sé bezta svæfing eða deyfing við ákveðna aðgerð. Svarið er, að engin sérstök svæfing eða devf- ing sé bezt í sjálfu sér. Bezta aðferðin er sú, sem sá, er fram- kvæimir hana, hefir mesta reynslu og æfingu í að nota, að því tilskildu, að skilyrðum góðrar svæfingar eða deyfing- ar sé fullnægt. Þau skilyrði eru tvenn: í fyrsta lagi að veita sjúklingnum eins mikið ör- yggi og þægindi og framast er unnt og í öðru lagi að trvggja liandlækninum sem bezt vinnuskilyrði. Hvað örvggi sjúklingsins snertir, er það fyrst og fremst súrefnisskortur sem varast verður. Það er hlutvérk þess, er svæfir, að koma í veg fyrir hann eftir beztu gelu, en vera við því búinn að ráða bætur á, ef hann skyldi reynast óum- flýjanlegur. Súrefnisskortur i svæfingu á sér margar orsakir, en algengastar eru: þrengsli eða stífla í öndunarveginum, of djúp eða of létt svæfing, loftbrjóst við brjóstholsaðgerð- ir, blóðskortur á háu stigi og lost. L

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.