Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1951, Síða 15

Læknablaðið - 01.08.1951, Síða 15
læknablaðið 43 Tekur langan tíma að vakna eftir etursvæfingu, og sjúkling- arnir þarfnast á meðan góðs eftirlits. Margir meiri háttar spitalar hafa koirilð upp sér- stakri stofu (postanesthesia ■'oom), þar sem ein hjúkrunar- kona getur liaft eftirlit með svæfingarsjúklingum, þar til þeir eru vaknaðir. I þeirri stofu er fyrir hendi nauðsyn- legur úthúnaður til slíkrar njúkrunar. Með þessu móti eru sjúklingarnir undir stöðugu eftirliti og störf hjúkrunar- fólksins á deildunum auðveld- uð. Etur er ertandi fyrir önd- unarveginn og veldur auknu slímrennsli, sem síðar kann að leiða til öndunarörðugleika. Er því sérstaklega áríðandi, þegar etur er notaður, að for- Sjöfin sé nægilega rífleg og gefin á réttum tíma. Etur veld- ur góðri vöðvaslekju, svo að sjaldan er nauðsynlegt að nota curare með honum. Ef curare er notað, skyldi haft í huga, að komast rná af með minni skammt en þegar það er notað með cvcloprópani eða pento- þali. Klóróform: Notkun klóró- forms hefir farið mjög minnk- andi siðustu árin, og nú er svo komið, að það sést aldrei notað við flestar stærri stofnanir, sem hafa á að skipa fullnægj- andi tækjum og hæfu starfs- fólki til svæfinga. Við Mayo Clinic var klóróform síðast notað árið 1927. Það mun þó víða ennþá eitthvað notað við örstuttar svæfingar og þá lielzl við fæðingar, þar sem ekki er aðstaða til þess að beita öðrum aðferðum. Glaðloft og eþýlen þvkja gefast vel við fæðingar. Er þá golt að nota demeról og skópólamín til forgjafar, en glaðloft í hríðunum, eftir að þær eru orðnar nokkuð sárar. Síðan er eþýlen notað í koll- hríðinni og ef sauma þarf sprungu. Þessi aðferð virðist mjög meinlítil móður og barni. Svæfingartæki. Stöðugt er unnið að framför- um á sviði svæfinga sem öðr- um sviðum. Svæfingartæki hafa haldizt óbreytt nú um margra ára skeið. Þau eru gerð fvrir öll helztu svæfingarlyf, svo sem etur, glaðloft, cyclo- própan, eþýlen, kolsýru og súr- efni. Þessi efni má öll gefa með saina tæki og samtimis eins mörg þeirra og þörf kref- ur. A tækinu eru mælar, sem sýna, hve mikið er notað af hverju efni á hverjum tima, oftast mælt í lítrum (eða sm3) á mínútu. Þannig veit sá, sem svæfir, alltaf hlutfallið milli liinna einstöku efna, sem hann notar, og breytir til um blöndu eftir þörfum. Þetta er sérstak- lega áríðandi i sambandi við súrefnisgjöf, sem ætti aldrei að vera minni en 20% blönd-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.