Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1951, Side 18

Læknablaðið - 01.08.1951, Side 18
46 LÆKNABLAÐIÐ Ekki var (il aluminiuin met- allicum i þeim lyfjabúðum, sem ég sneri mér til, og notaði ég því zinkpasta (sein toldi illa við á þessum stað). Ég hefi notað þessa meðferð með undraverðum árangri við tvær konur. Skal segja frá öðru tilfellinu. í júní síðastl. kom til mín tvítug stúlka með útbreidd condylom á genitalia. Voru stórir klasar á skapafellingum, í leggangamvnninu, en þó einkum i bátsgrófinni. Sömu- leiðis í kringum snípinn og um- hverfis ytra þvagrásaropið. Þá voru og miklir klasar kringum bakraufina og inni i raufinni. Ég bar zinkpasta á húðina i kringum condylomin og ])ensl- aði þvi næst. Condylomin kringum og inni í bakraufinni og kringum þvagrásaropið penslaði ég lauslega og með hálfum huga, því ég óttaðisl, að upplausnin mundi valda ertingu og sviða þar. Þetta rendist þó ekki baga, en eftir viku voru öll condylom horfin eins og dögg fvrir sólu, og hafa ekki komið síðan. í seinna tilfellinu, sem ég hafði tækifæri til að lækna, voru condylomin minni, en árangurinn jafn glæsilegur. Condyloma er kvnsjúkdóm- ur, sem einnig kemur á reður karlmanna og er einkum þrá- látur á reðurhúfunni, húfu- krónunni og um forliúðarhaft- ið. Ég hefi enga reynslu í að lækna kvillann á þessum stað, en Varnek varar við að pensla með upplausninni þar, með því hún valdi erlingu og sviða. Friðrik Einarsson. Frá Læknafélagi Islands International Congress of Physical Medicine 14.—19. júlí 1952. A dagskrá verður m.a.: Developments in „Physical Medi- cine“ in thc past decade. Symposium on „Physical Educa- tion“ etc. Symposium on „Rehabilitation and Resettlement". Symposiuiii on „Management of chronic Rheumatic Disorders". Symposium on „Electro-Diagnostic Methods." Þeir sem óska eftir að flytja erindi skulu hafa sent afrit af því og yfir- lit yfir efni þess til ritara ráðstefn- unnar, (45 Lincoln’s Inn Fields, London W. C. 2) fyrir 1. febrúar næstkomandi (eða til stjórnar L. í. fyrir 15. jan.). Þátttöku- og innritunargjald er £8:8:0, ef greitt er fyrir 1. febrúar, en annars £10:10:0. Þátttakendum og gestum þeirra gefst kostur á 6 daga ferðalagi um England (19.—25. júli) fyrir £15—20. fslenzkir læknar, sem kynnu að hafa í lmga að sitja þessa ráðstefnu, eru beðnir að gera Læknafélagi ís- lands aðvart tiið fyrsta. Stjórn L. I. ÚR ERL. LÆKNARITUM. Berklarannsókn á spítalasjúklingum. I nokkrum sjúkrahúsum í Banda- ríkjunum hafa læknar gert sér ]>að að regiu, að röntgen-mynda lungu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.