Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.1952, Blaðsíða 16
94 LÆKNABLAÐlf) ins með svofelldri rökstuddri dagskrá: „Aðalfundur L. í. haldinn í Háskólanum 23.—25. ágúst 1951 harmar, að Magnús Pét- ursson fvrrverandi formaður félagsins, skuli ekki geta mætt á fundinum sökum lasleika. Viðvíkjandi bréfi fyrrv. for- manns til fundarins: 1. Ctaf deilum vegna breyt- inga á skipun heilbrigðismála í Revkjavík, lítur fundurinn svo á að það mál hafi þegar verið afgreitt frá hendi aðal- fundarins 1948 og svo frá hendi stjórnarinnar. Þess vegna sér fundurinn ekki ástæðu til þess, að taka málið upp að nýju, þegar svo langt er um liðið og málið að öðru leyti fvrir löngu til lykta leitt. 2. Útaf uppástungu fyrrv. formanns, um stofnun sérfé- lags héraðslækna, lítur fundur- inn svo á, að það mál sé fyrst og fremsl sérmál héraðslækna sjálfra, sem afgreiðast verði á fundi svæðafélaganna. Auk þess liggur nú fyrir fundi þess- um brevting á lögum Læknafé- lags íslands, sem reynslan á eftir að sýna hvernig gefst. Þess vegna telur fundurinn þetta mál ekki taka til sín nú, og sér ekki ástæðu til að ræða það, að svo komnu, og tekur því fyrir næsta mál á dag- skrá.“ Tillagan samþykkt samhlj. Næstur tók Baldur Johnsen til máls og ræddi um af- greiðslu reikninga ekknasjóðs. Ataldi að hækur sjóðsins höfðu ekki verið til staðar á fundin- um í fyrradag. Bæturnar eru orðnar hlægilega litlar. Það er því nauðsynlegt að finna nýtt form fyrir ekkna-sjóðinn og reyna að efla hann. L. R. hefir komið þessu máli i rétt horf með því að kaupa líftrvggingu á læknana. Taldi rétt að stjórn L. í. beitti sér fyrir svipuðu fyrirkomulagi. Lagði síðan fram svofellda tillögu: „Legg til að kosin verði þriggja manna nefnd lil að at- huga og gera tillögur um trygg- ingarmál lækna, og hafi hún skilað áliti fvrir næsta fund.“ Samþvkkl samhljóða. Kosnir voru í nefnd þessa: Dr. Helgi Tómasson, Rergsveinn Ólafsson, Magnús Ágústsson. Kristinn Stefánsson o. fl- báru fram þessa tillögu: „Læknaþing 1951 felur stjórn L. í. að vinna að því, að lækn- um gefist kostur að endurnýja hifreiðir sínar hæfilega oft, og leita samvinnu við stjórn L. R- í þessu máli. Læknaþing telm'- að héraðslæknar þurfi jafnan að endurnýja bifreiðir sínar á 4 ára fresti." Samþykkt samhljóða. Valtýr Alhertsson har fram þessa tillögu:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.