Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 6
98
L Æ K N A B L A Ð I Ð
hóf hina djarflegu aðgerð sína.
Síðan hefir hún að sjálfsögðu
orðið til þess að auka þekk-
inguna á starfsemi ennishluta
heilans, þótt margt sé enn óráð-
ið í því efni.
Svo virðist sem afstaða
persónunnar til framtíðarinnar
sé sérstaklega tengd lobus
frontalis. Fyrirhyggja, ímynd-
un og hugarflug eiga sér að-
setur þar, en einnig sjólfsmat
persónunnar og sjálfsgagnrýni.
Þessir þættir heilastarfsins eru,
sem kunnugt er, öðrum fremur
tengdir tilfinningum, enda er
sambandið náið milli ennislobi
og thalamus-hypothalamus
svæðisins, aðalstöðva geðslirær-
inganna. Hins vegar virðist al-
menn greind ekki nátengd lobus
frontalis.
Með lobotomi er rofið sam-
bandið milli cortex og thalamus,
með öðrum orðuin tengslin
milli fyrirhyggju og sjálfsgagn-
rýni annars vegar og sterkra,
frumstæðra kennda og hvata
hins vegar. I geðsjúkdómum
ber einmitt mikið á óeðlilegu,
sjúklegu samblandi þessara geð-
rænu þátta. Þannig er kvíði
þunglynds sjúklings óeðlilegur
ótti við það, sem koma skal.
Hugmyndir, er snerta sjálfsmat
og eigið öryggi, magnast á öfga-
fullan hátt frumstæðum kennd-
um, svo sem hræðslu og hatri.
Af þessu skapast geðræn of-
þensla, og eru mörg erfiðustu
einkenni sturlunar einmitt út-
rás þeirrar þenslu, — einkenni
eins og sjálfsmörðs- árásar- og
eyðileggingarhneigð, geðofsi,
stupor og fóbiur. Slík ofþenslu-
einkenni koma fyrir í nólega
öllum tegundum geðsjúkdóma.
Þegar um lobotomi er að ræða,
miðast því aðgerðin frekar við
syndrom en sjúkdóm. I þeim
tilfellum, þar sem mest gætir
kvíða og angistar, ofsafenginna
geðsmuna og þvingandi rang-
hugmynda, er vænlegast um
árangur af lobotomi. Þessi og
svipuð einkenni má, með fyrir-
vara J)ó, telja jákvæðar indica-
tiones til aðgerðarinnar, en
fyrirvarinn er sá, að öll önnur
hugsanleg meðferð liafi reynzt
árangurslaus og að batahorfur
séu hinar verstu. Þannig hefir
lohotomi til þessa verið þrauta-
lending, aðeins notuð þegar
önnur sund virtust lokuð.
Reynsla sú, sem þegar er
fengin af lobotomi, bendir ein-
dregið til þess, að hún sé merk
og mikilsverð viðhót í meðferð
geðsjúkdóma. Hún, ásamt lost-
meðferðinni hefir stórum aukið
á hjartsýni geðlæknanna og
örvað þá til dáða. Hitt er ljóst,
að þessi meðferð er ekki ágalla-
laus. Hún er nánast palliativ.
Það er ekki ráðist á sjúkdóminn
frá grunni, heldur á svæsnustu
einkenni hans. Það eitt gefur til
kynna, að sjaldnast muni um
albata vera að ræða. Þar við
hætist, að sú geðheilsubót, sem
fæst með aðgerðinni, kostar